Bókasafn og upplýsingamiðstöð
Samkvæmt 4. grein laga nr. 71/2010 um breytingu á lögum nr. 92/2008 um framhaldsskóla er hlutverk bókasafna í framhaldsskólum að vera upplýsingamiðstöð fyrir nemendur og kennara.
Í starfsemi skólasafns skal leggja áherslu á að þjálfa nemendur í sjálfstæðri upplýsingaleit og notkun gagnabanka.
Bókasafn og upplýsingamiðstöð MS þjónar nemendum, kennurum og öðru starfsfólki skólans. Á safninu er efni sem tengist kennslu og annarri starfsemi í skólanum. Það er stefna safnsins að gögn þess nýtist sem best í skólastarfinu. Vandaður undirbúningur vegna verkefnavinnu og að nemendur virði reglur safnsins eru lykilatriði varðandi góða nýtingu safnkosts og góða þjónustu við nemendur.
Notendur utan skólans hafa einungis lágmarksaðgang að gögnum safnsins (eða skv. nánara samkomulagi), þ.e. að safnið lætur í té aðstöðu fyrir utanaðkomandi aðila til að vinna með gögnin á staðnum og/eða að hægt er að fá viðkomandi gögn í millisafnaláni.
Lesaðstaða er fyrir um 40 nemendur í senn, nokkur sæti eru við að skoða nýjar bækur og ný tímarit og vinnuaðstaða er við sex tölvur.
Forstöðumaður safnsins er: Þórdís T. Þórarinsdóttir, MLS, (thordis hjá msund.is).
Starfsmenn veita alhliða bókasafns- og upplýsingaþjónustu, s.s. aðstoð við heimildaleitir. Ennfremur ráðgjöf við frágang heimildalista. Bóka má tíma hjá bókasafns- og upplýsingafræðingi með því að senda tölvupóst hér.
©Þórdís T. Þórarinsdóttir
|