Forsíða > Þjónusta > Bókasafn og upplýsingamiðstöð > Prentvænt

Upplýsingalæsi

Skilgreining á upplýsingalæsi samkvæmt Prag yfirlýsingunni um eflingu upplýsingalæsis í samfélaginu er m.a.:
  • Að geta fundið, staðsett, metið, skipulagt og notað upplýsingar á skilvirkan hátt við að fjalla um þau málefni og viðfangsefni sem fyrir liggja hverju sinni. 

Upplýsingalæsi er talin forsenda þess að geta tekið fullan þátt í upplýsingaþjóðfélaginu.

Bent er á Kennsluvef um upplýsingalæsi þar sem fjallað er m.a. um bókasöfn, gagnasöfn, Netið sem heimildleitarvélar og leitaraðferðir, trúverðugleika heimilda, höfundarétt og siðfræði og gefnar ábendingar og ráð um ritgerðasmíð.

Við notkun heimilda er mikilvægt að átta sig á áreiðanleika þeirra. Á þetta sérstaklega við um heimildir af Netinu.

Um mat á áreiðanleika heimilda má benda á vefinn Netheimildir þar sem er að finna ábendingar um gæðamat upplýsinga af Netinu og einnig á grein Þórdísar T. Þórarinsdóttur Netið sem heimild. Hugleiðingar um mat á áreiðanleika upplýsinga á Internetinu (Bókasafnið, 1999, bls. 4-10).

Stop Plagiarism - Vefur gegn ritstuldi.  

Örnámskeið í öflun og mati heimilda, Þórdís T. Þórarinsdóttir.    

                                                                           ©Þórdís T. Þórarinsdóttir


Menntaskólinn við Sund | Gnoðarvogi 43, 104 R.vík | Sími skrifstofu: 5807300 | msund hjá msund.is
Ábyrgðarmaður: Már Vilhjálmsson | Þessi síða var síðast uppfærð 20.08.2013