Forsíða > Þjónusta > Bókasafn og upplýsingamiðstöð > Prentvænt

Gagnasöfn á Netinu

Bent er á vefinn Leitir.is - samþætt leitargátt - sem býður upp á samleit í eftirfarandi gagnabönkum: Gegnir.is, Hvar.is, Skemman.is, Timarit.is, Hirsla.is, Bækur.is, Myndavef Ljósmyndasafns Reykjavíkur, Elib (sænskar rafbækur Norræna hússins).

Bókasafn MS er eitt þeirra safna sem greiðir fyrir Landsaðgang að rafrænum gagnasöfnum og tímaritum en þau eru ókeypis til reiðu fyrir alla landsmenn sem hafa aðgang að nettengdri tölvu. Slóðin er www.hvar.is

Gegnum hvar.is er aðgangur að heildartexta greina 17.600 tímarita og útdráttum greina 9.300 tímarita. Einnig má nefna fjölmörg gagnasöfn, alfræðirit og orðabækur. Sjá efnisflokkun efst á síðunni.

Vakin er sérstök athygli á alfræðiritinu Britannica Online, sem er yfirgripsmikið og vandað alfræðirit og nær einnig yfir safn valinna vefsíðna á Netinu, og gagnasafninu ProQuest. Þar er að finna svokölluð altextuð tímarit sem þýðir að allur texti tímaritanna er fyrir hendi á rafrænu formi sem hægt er vista yfir á vinnusvæði viðkomandi notanda eða prenta beint út.

Á www.hvar.is er einnig að finna krækjur í valin gjaldfrjáls gagnasöfn, bæði íslensk og erlend. Mælt er með því að kynna sér þau við vinnslu verkefna og ritgerða.

Fréttaleit vefur Fjölmiðlavaktarinnar er opinn innan skólans. Á vefnum er að finna allar innlendar fréttir prent- og ljósvakamiðla frá 1. mars 2005. Áskriftin er bundin við IP tölu skólans þannig að hægt er að leita í öllum nettengdum tölvum skólans.

Gagnasafn Morgunblaðsins er opið til notkunar nema síðastliðin þrjú ár. Gagnasafn Morgunblaðsins er tvíþætt. Annars vegar er Morgunblaðið 1913-2000. Hins vegar er aðgangur að greinasafni Morgunblaðsins frá 1987 til samtíma.

Mörg íslensk tímarit er að finna á  rafrænu formi á vefnum timarit.is.

©Þórdís T. Þórarinsdóttir


Menntaskólinn við Sund | Gnoðarvogi 43, 104 R.vík | Sími skrifstofu: 5807300 | msund hjá msund.is
Ábyrgðarmaður: Már Vilhjálmsson | Þessi síða var síðast uppfærð 19.08.2013