Við skólann hefur verðið starfrækt sérstakt samskiptanet foreldra (foreldranet) þar sem foreldrar geta skipst á ráðum og stutt hvert annað. Haldnir eru fundir í skólanum á hverri önn með foreldrum nemenda á fyrsta ári og einnig eru haldnir sérstakir fræðslufundir fyrir foreldra þar sem fjallað er um afmarkaða þætti skólastarfsins. Foreldraráð var stofnað við skólann í janúar 2009.