Forsíđa > Ţjónusta > Foreldraráđ Menntaskólans viđ Sund > Prentvćnt

Upplýsingar fyrir foreldra/forráđamanna nýnema Menntaskólans viđ Sund frá foreldraráđi

Margs konar félagsstarf fer fram í skólanum. Nemendafélag skólans stendur fyrir ţví og kynnir ţađ fyrir nemendum. Vert er ađ hafa í huga ađ í 39. gr. framhaldsskólalaga nr. 92/2008 segir ađ nemendafélög starfi á ábyrgđ skóla Ţannig ađ öll starfsemi auglýst á vegum nemendafélags er á ábyrgđ skólans.Ţađ sem foreldra margra nýnema uggir helst eru böll og ađrar samkomur ţar sem megin tilgangur er ađ skemmta sér og ţví miđur eru stundum vímuefni höfđ um hönd.

Böll á vegum skólans/nemendafélagsins

Í byrjun annar setur nemendafélagiđ fram tillögu um hvenćr böll verđa haldin á önninni og verđur hún ađ hljóta samţykki skólayfirvalda. Eru ţau ađ jafnađi 5 yfir skólaáriđ. Foreldraráđ fćr tilkynningu um öll böll sem eru á vegum skólans og sendir netpóst til foreldra um balliđ, hvar ţađ er haldiđ, hvenćr og sérstaklega, hvenćr ţví lýkur. Viđ mćlum eindregiđ međ ađ nemendur séu sóttir ađ dansleik loknum.

Framkvćmd: Skólinn setur ákveđnar reglur fyrir böllum. Fyrir sérhvert ball er gerđur samningur milli nemendafélagsins, skólayfirvalda og ballhaldara (sem er yfirleitt skemmtistađur úti í bć) um sjálft balliđ, tilhögun gćslu o.fl. Einnig ţarf samţykki lögreglunnar. Á ballinu sjálfu eru gćslumenn frá skólanum, en ţeirra hlutverk er eingöngu ađ fylgjast međ hvernig til tekst. Ábyrgđin er á höndum nemendafélagsins.

Gangi ball ekki vel skv. skýrslu gćslumanna hefur ţađ áhrif á hvenćr og međ hvađa skilyrđum nćst verđur leyft ball á vegum skólans. Ţví miđur er eitthvađ um neyslu áfengis eđa annarra vímuefna og eru nemendur sem eru sjáanlega undir áhrifum teknir afsíđis, ef ţeir eru undir lögaldri (18 ára),eru foreldrar ţeirra kallađir til. Lögregla er kölluđ til verđi vart viđ ólögleg vímuefni, svo og ofbeldisafbrot. Skólinn leggur mikla áherzlu á vímuefnalaus böll og hvetur m.a. til ţess međ edrú-pottinum.

Ađrar samkomur, sem ekki eru á vegum skólans, svo sem sumarbústađaferđir, bjórkvöld og fyrirpartý

Margs konar samkomur bjóđast nemendum sem ekki eru á vegum skólans ţó ţćr séu á einhvern hátt kenndar viđ hann, oft er ţrýstingur frá hópnum um ađ nemendur taki ţátt í ţeim. Ţetta geta veriđ sumarbústađaferđir „sem allir fá ađ fara í“ eđa bjórkvöld, sem „góđhjartađir“ einstaklingar halda og fyrirpartý. Foreldraráđiđ varar viđ slíkum samkomum nema forráđamenn ţekki vel til og treysti ţeim sem halda ţau. Fyrirpartý fyrir böll ćttu aldrei ađ vera haldin án forráđamanna og ćttu ţau ađ vera áfengis og vímuefnalaus.

Af skiljanlegum ástćđum fćr foreldrafélagiđ ekki formlega ađ vita af ţessum samkomum, en treystir á ađ foreldrar sem frétta af ţeim láti félagiđ vita og mun félagiđ ţá senda línu til foreldra ef ástćđa ţykir til. Leiki vafi á um hvort samkoma er á vegum skólans/nemendafélagsins eđa ekki er hćgt ađ hafa samband viđ skrifstofu skólans.

Skólinn veitir nemendum og foreldrum/forráđamönnum ýmsan stuđning

Félagsmálafulltrúar sem eru tveir eru starfsmenn skólans ţeir styđja viđ félagslíf nemenda á ýmsan hátt ţar á međal međ ţví ađ vinna međ nemendum ađ skipulagningu félagslífsins. Sjá nánar hér: Félagslíf nenenda.

Námsráđgjafar skólans hafa m.a. ţađ hlutverk ađ sinna nemendum á faglegan hátt í námi ţeirra og einkamálum. Sjá nánar: Námsráđgjöf.Ýmsir gagnlegir tenglar

Fésbókarsíđa foreldrafélagsins. Sjá nánar:

Nemendafélagiđ heimasíđa. Sjá nánar: http://belja.is/Tekiđ saman af stjórn foreldrafélagsins veturinn 2012.


Menntaskólinn viđ Sund | Gnođarvogi 43, 104 R.vík | Sími skrifstofu: 5807300 | msund hjá msund.is
Ábyrgđarmađur: Már Vilhjálmsson | Ţessi síđa var síđast uppfćrđ 07.09.2012