Húsnæði MS
Byggingaframkvæmdir vegna viðbyggingar við skólann hófust haustið 2013 og ætlunin er að byggja um 2800 fermetra viðbyggingu við skólann sem á að afhenda vorið 2015. Langholt hefur verið rifið sem og tengibygging yfir í Þrístein. Eldra húsnæði MS samanstóð af þrem byggingum sem voru tengdar. Elsti hlutinn var byggður 1957 en nýjasti hlutinn var byggður 1966. Á meðan á framkvæmdum stendur verður skrifstofa skólans í Faxafeni 10 þar sem skólinn er einnig með 9 kennslustofur á leigu. Síminn þar er 5807310.
Eldra húsnæði skólans
Áfangi 1. Byggður 1957. Langholt. Einnar hæðar bygging og liggur meðfram Gnoðarvogi. Í henni eru átta kennslustofur, nr. 1 til 8 og er verkleg efnafræði kennd í nr. 8. Byggingin er komin til ára sinna og er hún öll hin erfiðasta að vinna í. Á milli Langholts og áfanga 3 (aðalbygging) er tengibygging sem ber nafnið Náströnd en við hana eru 2 kennslustofur nr. 9 og 10 og er verkleg líffræði kennd í nr. 9. Byggingin var rifin haustið 2013.
Áfangi 2. Byggður 1961. Þrísteinn. og er tvær hæðir og kjallari. Í kjallaranum er aðstaða nemenda, þ.e. skrifstofa þeirra og samkomusalur. Þá eru einnig staðsettar þar tvær kennslustofur nr. 29 og Reykholt auk þess er þar staðsett framköllunarstofa. Reykholt var rifið haustið 2013 þegar tengibyggingin út í Þrístein var tekin.
Áfangi 3. Byggður 1966. Skrifstofubygging, aðalanddyri, bókasafn, Íþróttahús, 3ja hæð. Í þessari álmu eru að auki staðsettar á þriðjuhæð sex kennslustofur, 15, 16, 17, 18, 19 og 21. Nefnist sá hluti Loftsteinn. Verkleg eðlisfræði er kennd í st. 17. Þá er á hæðinni ljósritun, skrifstofa kennslustjóra og námsráðgjöf.
Garðhús: Haustið 2005 voru tekin í notkun til kennslu tvö garðhús með tveimur kennslustofum, snyrtiaðstöðu og gangi. Kennslustofurnar eru hvor fyrir sig rúmir 60 fermetrar að flatarmáli. Þessi hús voru tekin úr notkun sumarið 2013.
Húsnæði í Faxafeni 10. Skólinn er með á leigu um 1180 fermetra húsnæði í Faxafeni 10 til 31.7.2015. þar eru 9 kennslustofur, kaffistofa, vinnuherbergi kennara og skrifstofur stjórnenda sem og skrifstofa skólans.
Heimilisfang skólans er Gnoðarvogur 43, 104 Reykjavík. .
|