Forsíða > Skólinn > Húsnæði MS > Prentvænt

Loftsteinn

Loftsteinn er þriðja hæð ofan á íþróttahúsinu. Á hæðinni eru sex kennslustofur nr. 15 til 20. Við stofu 15 er staðsett vinnuherbergi dönskukennara, Langalína. Stofa 17 er sérkennslustofa fyrir  eðlisfræði og  er vinnuherbergi eðlisfræðikennara og sögukennara staðsett við stofu 16 og ber nafnið Kanselíið.

Við stofu 18 er vinnuherbergi stærðfræðikennara og ber það nafnið Völusteinn. Stofa 20 er sérstofa sögukennslu. Við stofu 20 er gagnarými sögukennara og er nefnt Sögusteinn. Við syðri enda gangs er fundarherbergi og er það nefnt Hákot. Þá er á hæðinni staðsett ljósritun og skrifstofa kennslustjóra. Á pallinum þegar komið er upp í Loftstein er vinnuaðstaða fyrir 18 nemendur

 

Húsnæði og allur búnaður í Loftsteini var endurnýjaður sumarið 2004 og vinnuaðstaða sögu- og eðlisfræðikennara var tekin  í gegn sumarið 2006. 


Menntaskólinn við Sund | Gnoðarvogi 43, 104 R.vík | Sími skrifstofu: 5807300 | msund hjá msund.is
Ábyrgðarmaður: Már Vilhjálmsson | Þessi síða var síðast uppfærð 24.08.2006