Forsíða > Skólinn > Húsnæði MS > Prentvænt

Þrísteinn

Þrísteinn er sérstök bygging, tvær hæðir og kjallari byggður 1961.  Í kjallara er nemendaaðstaða og kennslustofur. Gangur í miðjum kjallaranum er nefndur Biskupagata og við enda gangsins er Skálholt sem er samkomusalur nemenda. Við Biskupagötu er stofa 29 og verkleg kennslustofa í ljósmyndavali, Dimmuborgir. Við hlið Dimmuborga er staðsett Flækjan sem er vinnuherbergi tækjavarða nemenda. Þá er skrifstofa nemenda einnig staðsett þar auk setustofu. Við inngang í kjallarann er staðsett Reykholt sem var áður reykherbergi nemenda en er nú notað sem kennslustofa. Við hlið Reykholts er vinnuherbergi nemenda, Óhollt, og var þar áður seldar ýmsar vörur sem tilheyrðu reykingum en er nú vinnuherbergi útgáfustjóra heimasíðu nemenda, Beljan.is.

 

Á fyrstu hæð eru staðsettar fjórar kennslustofur nr. 21 til 24. Þá er á hæðinni vinnuherbergi íslenskukennara, Pálsflaga. 

 

Á annarri hæð eru einnig fjórar kennslustofur nr. 25 til 28. Stigapallur milli hæða er nefndur Köllunarklettur. Á hæðinni er vinnuaðstaða Þýsku-, frönsku- og lífsleiknikennara og er það staðsett í Þrætumóum. Undraland er ljósritunaraðstaða sem staðsett er á milli stofu 27 og 28. 

 

Tengibygging milli Þrísteins og aðalbyggingar er nefnt Þjófaskörð eru þar staðsett hreinlætisaðstaða nemenda.

Tengibyggingin var rifin veturinn 2013-2014 og ný tengibygging er að rísa milli þessara bygginga.

Menntaskólinn við Sund | Gnoðarvogi 43, 104 R.vík | Sími skrifstofu: 5807300 | msund hjá msund.is
Ábyrgðarmaður: Már Vilhjálmsson | Þessi síða var síðast uppfærð 28.06.2014