Forsíða > Skólinn > Húsnæði MS > Prentvænt

Langholt

Langholt, áfangi nr. 1, byggður 1959 er einnar hæðar bygging sem liggur meðfram Gnoðavogi og er elsta byggingin í skólanum. Við Langholt eru staðsettar átta kennslustofur nr. 1 til 8. Við stofu 1 er staðsett vinnuherbergi nemenda í náttúrufræði sem nefnist Miklihvellur sem og skrifstofur námsráðgjafa sem nefnist Lausnarsteinn. Við stofu 2 er vinnuherbergi enskukennara sem nefnist Jórvík. Við stofur 3 og 5 eru geymslur og við stofu 4 er fundarherbergi sem nefnist Útkot og við stofu 6 er vinnuherbergi efnafræðikennara. Stofa 8 er verkleg efnafræðistofa og nefnist Vítisklettur, og þar innaf er efnageymslan Eiturklettur. Langholt var rifið haustið 2013


Menntaskólinn við Sund | Gnoðarvogi 43, 104 R.vík | Sími skrifstofu: 5807300 | msund hjá msund.is
Ábyrgðarmaður: Már Vilhjálmsson | Þessi síða var síðast uppfærð 28.06.2014