Aðgerðaáætlun vegna eineltismála

Forvarnarstefna

Jafnréttisstefna

Mannréttindastefna

Markmið og aðgerðir 2016-2017

Sjálfsmatsstefna

Starfsmannastefna

Stefna um viðbrögð við áföllum

Umhverfisstefna

Vinnuumhverfisstefna

Forsíða > Skólinn > Prentvænt

Stefna skólans

Meginmarkmið náms á framhaldsskólastigi

Í Aðalnámskrá framhaldsskóla segir m.a. eftirfarandi:

„Framhaldsskólum ber að búa nemendur sína undir líf, starf og frekara nám. Skólarnir gegna því veigamiklu hlutverki hvað varðar almenna menntun og félagslegt uppeldi nemenda auk þess sem þeir skulu vera vettvangur fyrir kynningu þjóðlegra og alþjóðlegra menningarverðmæta.“

Meginmarkmið Menntaskólans við Sund

Menntaskólinn við Sund er bóknámsskóli og býður nám til stúdentsprófs. Það er markmið skólans að bjóða nemendum aðeins það besta, góða þjónustu og fyrsta flokks nám óháð því á hvaða námsbraut þeir eru. Þá leggur skólinn sérstaka áherslu á að vera í fremstu röð hvað varðar náttúrufræðikennslu. Þessum markmiðum sínum ætlar skólinn að ná með því að virkja frumkvæði nemenda og starfsmanna, með því að leggja áherslu á góða kennslu og fjölbreytilega kennsluhætti, nýtingu upplýsingatækni í kennslu, góðan tækjakost, samvinnu við fyrirtæki og stofnanir og símenntun starfsmanna sinna.

Áhersluþættir Menntaskólans við Sund

Skólinn leggur áherslu á:

  • Nemendavænt umhverfi.
  • Fjölbreytta kennsluhætti og öflugt þróunarstarf.
  • Góðan starfsanda.
  • Góðan undirbúning fyrir háskólanám og faglega ráðgjöf.
  • Góðan og nútímalegan aðbúnað til náms og kennslu.
  • Alþjóðlegt samstarf nemenda og kennara.
  • Virkt sjálfsmat.
  • Aðstoð við nemendur með námsörðugleika.
  • Sjálfstæð vinnubrögð nemenda.
  • Öflugt félagslíf nemenda og virkt forvarnastarf.

Skólinn líður ekki einelti

Menntaskólinn við Sund líður ekki einelti á vinnustað. Reynt verður með öllum tiltækum ráðum að stöðva slíka hegðun þegar hún kemur upp. Skólinn leggur áherslu á í stefnumótun sinni og aðgerðaáætlun að draga úr líkum á því að aðstæður þar sem einelti þrífst séu í skólanum.

reglugerd um einelti
Acrobat skjal, 140 kB
Sækja...


Menntaskólinn við Sund | Gnoðarvogi 43, 104 R.vík | Sími skrifstofu: 5807300 | msund hjá msund.is
Ábyrgðarmaður: Már Vilhjálmsson | Þessi síða var síðast uppfærð 14.04.2016