Jafnréttisstefna
Jafnréttisstefna Menntaskólans við Sund byggir á lögum nr. 10/2008 um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla því að sá réttur er varinn í stjórnarskrá Íslands og mannréttindasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Jafnréttisstefna Menntaskólans við Sund snýst um jafnrétti kynjanna, mannréttindastefna skólans tekur á öðrum þáttum jafnréttis.
· Markmiðið er að stuðla að jafnrétti kynjanna í Menntaskólanum við Sund, jöfnum tækifærum, áhrifum og virðingu karla og kvenna bæði meðal starfsmanna og nemenda skólans.
· Grunngildi Menntaskólans við Sund eru virðing, jafnrétti, ábyrgð og heiðarleiki. Gildin skulu endurspeglast í öllu starfi skólans og samskiptum manna á milli.
· Unnið verður að jafnrétti til menntunar með því að stuðla að því að hver einstaklingur nýti hæfileika sína og krafta sem best óháð kynferði og án hamlandi áhrifa hefðbundinna kynjaímynda.
· Veitt verður fræðsla um jafnréttismál.
· Fjölbreyttar kennsluaðferðir verða notaðar í öllum námsgreinum til að höfða til beggja kynja.
· Nemendur eiga jafnan aðgang að þjónustu skólans óháð kyni og styrkja skal jákvæð samskipti og gagnkvæma virðingu kynjanna í öllu skólastarfi.
· Áhersla er lögð á góða líðan allra starfsmanna og nemenda skólans. Allir starfsmenn og nemendur eiga rétt á því að komið sé fram við þá af virðingu og þeir sæti ekki kynferðislegri áreitni, einelti eða öðru ofbeldi.
· Stuðlað verður að jafnrétti kynjanna í félagslífi nemenda m.a. með gæðaeftirliti og kynjuðu gæðamati á útgáfu efnis.
· Jafnréttisáætlun er unnin í samstarfi við starfsfólk og skólaráð skólans og er endurskoðuð annað hvert ár.
· Jafnréttisstefnu skólans er framfylgt með jafnréttisáætlun.
|