Forsíða > Skólinn > Stefna skólans > Prentvænt

Mannréttindastefna

Mannréttindastefna Menntaskólans við Sund byggir á ákvæðum um réttindi borgara og jafna stöðu í stjórnarskrá Íslands,  mannréttindasáttmála Evrópu frá 1950 og Alþjóðasamnings Sameinuðu þjóðanna um borgaraleg og stjórnmálaleg réttindi frá 1966.

  • Innan Menntaskólans við Sund er þess gætt að nemendum og starfsfólki sé ekki mismunað eftir uppruna, þjóðerni, litarhætti, kynferði, kynhneigð, fjárhag, tungu, trúarbrögðum, stjórnmálaskoðunum eða öðru.
  • Veitt verður fræðsla um mannréttindamál þar sem lögð verður áhersla á fjölmenningarlegt samfélag á Íslandi.
  • Mannréttindaáætlun er unnin í samstarfi við starfsfólk og nemendur skólans.

Menntaskólinn við Sund | Gnoðarvogi 43, 104 R.vík | Sími skrifstofu: 5807300 | msund hjá msund.is
Ábyrgðarmaður: Már Vilhjálmsson | Þessi síða var síðast uppfærð 10.08.2006