Þjónusta
Þjónusta í boði í skólanum
Í Menntaskólanum við Sund er í boði margvísleg þjónusta fyrir bæði nemendur og starfsfólk. Skrifstofa skólans er opin alla virka daga frá kl. 8:00 til kl. 16:00, nema föstudaga lokar afgreiðsla kl. 15:00. Bókasafn og upplýsingamiðstöð skólans er opin 40 stundir í viku hverri og tveir námsráðgjafar starfa við skólann auk forvarnarfulltrúa.
Skólinn heldur reglulega fundi með foreldrum og forráðamönnum nemenda og einnig eru sérstök stuðningsnámskeið haldin fyrir nemendur. Hér er um að ræða stuðning í einstökum námsgreinum en einnig eru haldin prófkvíðanámskeið og sjálfstyrkingarnámskeið á hverjum vetri. Nemendur skrá sig á þessi námskeið á skrifstofu skólans.
|