Þjónustuþættir
Rúmur opnunartími, safnið er alls opið 37 klst. á viku, opnað kl. 8 á hverjum degi.
Aðgangur að fjölbreyttum heimildum sem allar eru skráðar í gagnaskrána Viskustein.
Allur safnkostur er skráður bókfræðilega, flokkaður og efnisgreindur með stöðluðum efnisorðum.
Útlán safnkosts eru endurgjaldslaus. Almennur útlánstími er tvær vikur.
Tímarit, alfræðirit, orðabækur og önnur uppsláttarrit eru til afnota á lestrarsal.
Kennslubækur skólans eru til afnota á lestrarsal og innan skólans en eru EKKI lánaðar heim.
Aðstoð er veitt við að nálgast efni, sem ekki er á safninu, á öðrum söfnum (millisafnalán).
Aðgangur að Landsaðgangi bókasafna að rafrænu efni á www.hvar.is og aðgagnur að Netinu.
Heimildir settar á skammtímalán eða bundnar inni til að tryggja sem flestum aðgang að þeim.
Aðstoð við upplýsinga- og heimildaleitir og ráðgjöf við frágang heimildalista.
Panta má tíma hjá bókasafns- og upplýsingafræðingi í tölvupósti.
©Þórdís T. Þórarinsdóttir
|