Orðabækur
Um eftirfarandi tvær leiðir er að velja við notkun vefbaekur.is (sjá einnig Snara.is og Hvar.is):
a) Veljið í flettiglugganum þá orðabók sem óskað er eftir að nota, sláið inn orð í leitargluggann. b) Sláið orð beint í leitargluggann og veljið síðan bókina sem þið viljið skoða merkingu orðsins í.
DANSKAR ORÐABÆKUR
Í Dansk-íslenskri orðabók eru rúmlega 46.000 uppflettiorð, gefnar eru beygingar og önnur málfræðiatriði. Þar eru fjölmörg orð af sérsviðum valin í samvinnu við sérfræðinga. Fylgt er núgildandi danskri stafsetningu. Endurskoðuð útgáfa 2004. Íslensk-dönsk orðabók er fyrri hluti af Íslensk-dönsk, dönsk-íslensk vasaorðabók (útg. 2005). Við gerð fyrri hlutans var tekið mið af almennu íslensku nútímamáli, jafnt talmáli sem ritmáli. 2. útgáfa 2006. Dönsk-íslensk lögfræðiorðabók - tilraunaútgáfa: Orðasafn unnið fyrir lögfræðideild Háskólans í Reykjavík í ritstjórn Halldóru Jónsdóttur.
ENSKAR ORÐABÆKUR
Ordabok.is Samtals eru um 130.000 uppflettiorð í gagnabankanum. Íslensk-ensk orðabók: Íslensk-ensk orðabók eftir Sverri Hólmarsson, Christopher Sanders og John Tucker. Hún kom fyrst út hjá Iðunni 1989. Ensk-íslensk orðabók með alfræðilegu ívafi: Ritstjóri: Sören Sörenson. (í vinnslu) Ensk-ensk orðabók/orðanet: WordNet 2.1 frá Princeton háskóla í Bandaríkjunum. Hér er um að ræða ensk-enska orðabók eða orðanet. Verkið má nota líkt og hefðbundna orðabók en einnig til að leita eftir merkingarvenslum orða og orðhópa, t.d. til að finna samheiti, undir- og yfirheiti.
FRANSKAR ORÐABÆKUR
Frönsk-íslensk orðabók: Þór Stefánsson, ritstjóri. Dóra Hafsteinsdóttir, orðabókarstjóri. (í vinnslu)
ÍSLENSKAR ORÐABÆKUR
Íslensk orðabók. Ný útgáfa hennar kom út 2002 og er stöðugt uppfærð.
Laxnesslykill: Orðstöðulykill verka Halldórs Laxness.
Orðabók Háskólans Þar er safnað heimildum um orð og orðanotkun í íslensku frá upphafi prentaldar um 1540 til samtímans. Gagnasafn Orðabókarinnar, sem er aðgengilegt almenningi, geymir það efni sem þegar hefur verið tölvuskráð.
Orðabanki íslenskrar málstöðvar Í orðabankanum eru m.a. íslensk íðorð (fræðiorð) og nýyrði úr almennu máli, auk þess íslenskar þýðingar á erlendum íðorðum og hugtakaskilgreiningar íðorða á íslensku og fleiri tungumálum.
Tölvuorðasafn Vefaðgangur að 4. útgáfu Tölvuorðasafns, útg. 2005. Orðanefnd Skýrslutæknifélagsins tók saman, ritstjóri var Stefán Briem. Um 7700 íslensk heiti og um 8500 ensk heiti á rúmlega 6500 hugtökum sem lúta að upplýsingatækni og tölvunotkun. Útgáfan er í tveimur hlutum. Annar hlutinn er íslensk-ensk orðaskrá og er þar að finna skilgreiningar og útskýringar á flestum hugtökunum. Hinn hlutinn er ensk-íslensk orðaskrá. Þar er íslensk þýðing við hvert orð og er hún hugsuð sem tilvísun til íslensk-enska hlutans.
SPÆNSKAR ORÐABÆKUR
Spænsk-íslensk orðabók: Spænsk-íslensk orðabók er unnin í samstarfi Háskólans í Reykjavík og Eddu útgáfu hf.
ÞÝSKAR ORÐABÆKUR
Þýsk-íslensk orðabók - yfir 65 þúsund uppflettiorð og orðasambönd úr þýsku nútímamáli. Íslensk útgáfa: Opna.
AÐRAR ORÐABÆKUR
Sjávardýraorðabók Dr. Gunnars Jónssonar. Sjávardýraorðabók á 10 tungumálum.
©Þórdís T. Þórarinsdóttir
|