Gagnaskrá safnsins
Viskusteinn – Gagnaskrá bókasafnsins
Gagnaskrá safnsins - Viskusteinn - hefur það hlutverk að auðvelda notendum aðgang að gögnum bókasafnsins og er skráin lykillinn að efni þess. Sýnir hún annars vegar hvaða efni safnið á og hins vegar hvar efnið er að finna í hillu. Við uppbyggingu Viskusteins er notað bókasafnsforritið Metrabók sem notað er á um 80 bókasöfnum hér á landi.
Til að auðvelda heimildaleitir er öllum safngögnum gefin stöðluð efnisorð í samræmi við ritið: Kerfisbundinn efnisorðalykill fyrir bókasöfn og upplýsingamiðstöðvar, 3. útg. 2001.
Á bókasafninu eru nettengdar tölvur fyrir almenningsaðgang. Ætlast er til að nemendur noti þær með eigin notendanafni og lyklilorði.
Viskusteinn er einnig aðgengilegur á skólanetinu (t.d. í tölvustofum og vinnuherbergjum kennara) og á Netinu sjálfu (þ.e. Internetinu).
©Þórdís T. Þórarinsdóttir
|