Náttúrufræðabraut
Náttúrufræðibraut er ein tveggja, sem nemendum gefst kostur á að velja, þegar þeir hefja nám í skólanum. Í fyrsta bekk felst munur á brautum einkum í því, að á náttúrufræðibraut læra nemendur einkum efnafræði og jarðfræði í stað þriðja erlenda tungumálsins á málabraut og landafræði á félagsfræðabraut.
Í öðrum bekk velja nemendur brautarinnar á milli náttúrufræðakjörsviðs og eðlisfræðikjörsviðs. Í fyrstu er ekki ýkja mikill munur á milli kjörsviðanna en eftir því sem ofar kemur skerpast línur. Í þriðja bekk skiptist náttúrufræðakjörsvið í umhverfiskjörsvið og líffræðikjörsvið.
Í stórum dráttum má segja, að á umhverfiskjörsviði sé megináherzla á umhverfis- og jarðfræði, efnafræði og almenna líffræði ásamt vistfræði; á líffræðikjörsviði er lögð áherzla á eðlisfræði, efnafræði, lífefnafræði, almenna líffræði og lífeðlisfræði; á eðlisfræðikjörsviði eru helztu námsgreinir eðlisfræði og stærðfræði.
Undirstöðugreinir náttúrufræðibrautar eru því einkum stærðfræði, eðlisfræði, efnafræði, líffræði og jarðfræði. Vægi þeirra er þó mismikið eftir því hvaða kjörsvið er valið. Á fjórða ári velja allir nemendur sér kjörsviðsverkefni undir handleiðslu kennara, þar sem þeir takast á við sjálfvalið efni innan aðalgreina kjörsviðanna.
Nám á náttúrufræðibraut er einkum sniðið að þörfum þeirra, sem ætla að leggja stund á ýmiss konar raunvísindi, læknisfræði, verkfræði og tæknigreinir. Rétt er þó að vekja athygli á, að námsefnið spannar mjög breitt svið og er því á allan hátt mjög góður undirbúningur fyrir háskólanám almennt, óháð því, hvað menn ætla að taka sér fyrir hendur síðar.
Sjá einnig glærur með kynningu á kjörsviðum náttúrufræðibrautar hér að neðan:
Kjorsvidnatturufrbraut
Acrobat skjal, 1599 kB Sækja...
|