Útskrift 2005
Þann 27. maí 2005 voru við hátíðlega athöfn í Borgarleikhúsinu brautskráðir 115 stúdentar frá skólanum. Piltar voru 62 eða 54% og stúlkur 53 eða 46%. Þá má geta þess að lokinni athöfninni í Borgarleikhúsinu hafa verið brautskráðir frá skólanum 5335 nemendur, 2629 piltar og 2710 stúlkur (49,3% piltar, 50,7% stúlkur). Hér til hliðar má skoða myndir teknar við brautskráninguna.
Stúlkur voru að þessu sinni í meirihluta á málabraut, félagsfræðikjörsviði félagsfræðabrautar og á líffræðikjörsviði náttúrufræðibrautar en piltar voru í meirihluta á hagfræðikjörsviði félagsfræðabrautar og umhverfis- og eðlisfræðikjörsviði náttúrufræðibrautar.
Brautaskipting stúdenta vor 2005
Brautaskipting stúdenta:
Málabraut, latínukjörsvið (L) 6 nemendur
Málabraut, hugvísindakjörsvið (M) 3 nemendur
Félagsfræðabraut, félagsfræðikjörsvið (F) 36 nemendur
Félagsfræðabraut, hagfræðikjörsvið (H) 15 nemendur
Náttúrufræðibraut, líffræðikjörsvið (NL) 27 nemendur
Náttúrufræðibraut, umhverfiskjörsvið (U) 19 nemendur
Náttúrufræðibraut, eðlisfræðikjörsvið (E) 9 nemendur
Samtals 115 nemendur.
Dúxar skólans 2005
Arnar Snær Valmundsson 4. G félagsfræðabraut, hagfræðikjörsvið
Kristín Rós Kristjánsdóttir 4. S náttúrufræðibraut líffræðikjörsvið
|