Forsíđa > Prentvćnt

FLORA ISLANDICA - JURT MARS MÁNAĐAR

11. mars 2010

Ţórdís T. Ţórarinsdóttir forstöđumađur bókasafns MS hefur valiđ jurt marsmánađar. Fyrir valinu varđ Eyrarrós (Chamerion latifolium). Hún er nú til sýnis í bókinni Flora islandica á annarri hćđ framan viđ skrifstofu skólans.

Í Flora islandica segir svo um Eyrarrós: Upp af jarđstöngli vaxa margir, smádúnhćrđir og blađmargir stönglar. Blöđin eru ţykk, blágrćn, gistennt og oft dúnhćrđ. Bikarblöđin eru dökkrauđblá og hin stóru krónublöđ ljósrauđ. Hýđiđ er gilt og myglugrátt. Vex á áreyrum, í árgljúfrum og lausum skriđum. Allvíđa um land nema sjaldgćf norđvestanlands. Blómgast í júlí. 15-40 cm á hćđ.

Frćullina má nota til ţess ađ stoppa međ föt, spinna úr henni eđa hafa í kveiki. Marin blöđ voru lögđ yfir opin sár, ţví hún er samdragandi. Seyđi af henni lćknar höfuđverk, stillir blóđnasir og blóđgang og ţurrkađar rćtur hennar lćkna blóđuppgang, ađ ţví sagt er í gömlum ritum (Flora islandica, bls. 264. Texti: Ágúst H. Bjarnason).

[lesa um fleiri jurtir]

Guđmundur Böđvarsson skáld orti um Eyrarrósina:

Eyrarrós

 

Ţig vissi ég lifa viđ hörđust hót:

ţú hlúir í sandi viđkvćmri rót.

Ţú býrđ viđ hiđ breiđa fljót,

og hlustar á straumanna hávćra kliđ,

ţú heyrir ţá syngjandi brotna viđ

urđir og gamalt grjót.

 

Í fátćkt vors lands varđ sem fyrirheit

ţín fegurđ, í minni jökulsveit,

um auđlegđ, sem enginn leit,

er eyrin varđ rauđ undir sól ađ sjá

og silfur í straumnum ţar yfir frá

og gull, sem ađ glitrađi á.

 

Á bökkum ţíns fljóts, ţar biđum viđ

börnin, sem elskuđum sólskiniđ

og straumvatnsins stríđ og friđ.

– Og áin rann burt međ hiđ brennandi glit,

og blćrinn andađi fjarlćgum ţyt,

svo blöđin ţín breyttu um lit.

 

En ţú varst ţó kyrr, hvađ sem burtu bar

og barnshugann dró og seiddi ţar

og bauđ honum fé og far.

En hjörtu vor tóku sér hlutdeild ţá:

vor heimţrá, vor útţrá varđ draumur sá,

sem fallstraumur ađ og frá.

 

Í átthagans fegurđ var einkenniđ ţú

í auđninni, bćđi fyrr og nú.

– Ţar byggđum viđ arin og bú.

Ţví ávinnst ţér seinna í síđkvöldsins glóđ

eitt sveitamannskvćđi, eitt hjarđpípuljóđ,

um rós, sem er rauđ eins og blóđ.

– – –

Nú rennur Hvítá međ haustlegum niđ

og hvítbrýtur strauminn bakkana viđ

og knýr á hvert klettariđ.

Nú er himinninn grár eins og gamalt blý,

– ţađ er gustur í lofti og kafaldsský,

og norđanátt bráđum á ný.

 

Mín eyrarrós fölnar viđ fljótiđ ţar.

Hún fegurst af sumarsins blómum var

og rauđustu blöđin bar.

Mín ćskusystir á auđnarmel, –

hve erfitt verđur ađ hlífast vel,

svo fáklćdd viđ frost og él.

 

En nćst, ţegar vorar hér norđur frá

og nóttin og kuldinn er liđinn hjá,

ţá munum viđ sólina sjá.

Ţví sćttumst viđ á ţađ ađ sofna nú

um sinn, undir veturinn, ég og ţú,

í hinni heilögu trú.

 

Guđmundur Böđvarsson

.

Eldri fréttir


Menntaskólinn viđ Sund | Gnođarvogi 43, 104 R.vík | Sími skrifstofu: 5807300 | msund hjá msund.is
Ábyrgđarmađur: Már Vilhjálmsson | Ţessi síđa var síđast uppfćrđ 21.03.2004