Forsíða > Þjónusta > Bókasafn og upplýsingamiðstöð > Tenglasafn > Prentvænt

800 Bókmenntir

Bókmenntavefurinn - Upplýsingar um íslenska samtímahöfunda. Ítarlegar kynningar, yfirlitsgreinar bókmenntafræðinga, æviatriði, ritaskrár og brot úr verkum. Einnig má hlusta á höfunda lesa úr verkum sínum.

A Concordance to the Proverbs and Proverbial Materials in the Old Icelandic Sagas, compiled by Richard L. Harris. Orðstöðulykill fyrir málshætti og orðtök í Íslendingasögunum. Fletta má upp eftir sögum.

Egil Electronic Gateway for Icelandic Literature. Faggátt fyrir íslenskar bókmenntir. Þar eru m.a. vefslóðir fyrir bókasöfn og heimildasöfn um íslensk fræði. Ennfremur stafrænar myndir af heilu ferðabókunum o.fl., einnig upplýsingar um bókasöfn á Bretlandi sem hafa íslenskar bækur og handrit. Aðstandendur verkefnisins eru nokkur helstu bókasöfn á Bretlandi, m.aBritish Library.   

Laxnesslykill: Orðstöðulykill verka Halldórs Laxness. Veljið Laxnesslykill í flettiglugganum og sláið inn orð í leitargluggann.

Ljóðavefurinn Tíu þúsund tregawött:  Á vefnum eru birt íslensk ljóð, jafnt frá eldri skáldum sem og nýrri óútgefnum skáldum. Þar eru einnig birtar umsagnir um ljóðabækur, fundin ljóð, myndbönd af ljóðaupplestrum, ljóðrænar stuttmyndir, ljóðahljóð, upplestrar á mp3, greinar um ljóðlist og fréttir úr ljóðaheimum auk margra ljóðaþýðinga. Stærstur hluti þess efnis sem birst hefur á Tregawöttunum hefur frumbirst þar.


Menntaskólinn við Sund | Gnoðarvogi 43, 104 R.vík | Sími skrifstofu: 5807300 | msund hjá msund.is
Ábyrgðarmaður: Már Vilhjálmsson | Þessi síða var síðast uppfærð 05.12.2006