Bókasafnið á nýjum stað
15. mars 2016
Bókasafn Menntaskólans við Sund var opnað á nýjum stað 9. mars sl. Vegna byggingaframkvæmda var öllum safnkosti pakkað niður vorið 2015 og hefur skólinn því verið án bókasafns megnið af þessu skólaári. Það var ærið verk fyrir fáar hendur að pakka upp safninu og raða því upp en allt tekur enda og við fögnum opnun bókasafnins í nýjum og björtum húsakynnum. Bókasafnið er nú staðsett á fyrstu hæð, nálægt anddyri, í nýbyggingu skólans. Talsvert rýmra er um safnkostinn nú í 2052m en áður í 1402m og hluti safnsins er nú stúkaður af sem lessalur. Bókasafnið er opið frá 08:00-16:00 mánudaga, þriðjudaga og fimmtudaga en miðvikudaga og föstudaga lokar safnið kl. 14:00. Sjá nánar allt um starfsemi bókasafnsins hér.
Þórdís T. Þórarinsdóttir forstöðumaður bókasafns og upplýsingamiðstöðvar MS
Eldri fréttir
|