Forsíða > Prentvænt

Úttekt á sjálfsmati við Menntaskólann við Sund

25. febrúar 2009

Menntamálaráðuneytið hefur virt niðurstöður úttektar á sjálfsmatsaðferðum 29 framhaldsskóla. Í niðurstöðum útttektar á Menntaskólanum við Sund segir m.a.: "Menntaskólinn við Sund uppfyllir bæði viðmið ráðuneytisins um sjálfsmatsaðferðir og um framkvæmd sjálfsmatsins. Ráðuneytið fagnar þessum góðu niðurstöðum." Í greinargerð úttektaraðila sem ráðuneytið fékk til að framkvæma úttektina segir m.a." Á fundi með kennurum kom í ljós mikil ánægja þeirra með sjálfsmatsferlið. Kennarafundir eru markvisst nýttir til að greina og ræða niðurstöður gagnaöflunar. Kennarar nýta sér meir og meir sjálfsmatið til endurgerðar námskeiða. Þeir horfa í dag til þess að innleiða fleiri aðferðir til að auka enn fjölbreytni sjálfsmatsins, eins og jafningjamat, video upptökur úr kennslu og fleira. Sömu sögu er að segja af nemendum. Þeir eru ánægðir með aðkomu sína að sjálfsmatinu. Ef eitthvað hefðu þeir áhuga á enn frekari útvíkkun greininga vegna sjálfsmatsins."

Þá segir einnig í greinargerð úttektaraðila: " Sjálfsmatið tekfur til allra helstu þátta í skólastarfinu og í stuttu máli má segja að staða sjálfsmats við skólann sé fullnægjandi og í mjög góðum farvegi. Vel er staðið að undirbúningi, markmiðssetningu, úrvinnslu og nýtingu á niðurstöðum. Sjálfsmatsskýrsla hefur verið gefin út og er opinber á heimasíðu skólans. Athygli vöktu öflugar starfendarannsóknir við skólann."

Menntamálaráðuneytið mun birta skýrslu með heildarniðurstöðum úttekta á sjálfsmatsaðferðum framhaldsskóla 2007-2008 á vef ráðuneytisins, www.menntamalaraduneyti.is. Jafnframt munu úttektor á sjálfsmatsaðferðum einstakra framhaldsskóla verða birtar þar einnig innan tíðar. Hægt er að fá nánari upplýsingar um sjálfsmatsaðferðir og niðurstöður þeirra við Menntaskólann við Sund hér á vef skólans[meira...]

Eldri fréttir


Menntaskólinn við Sund | Gnoðarvogi 43, 104 R.vík | Sími skrifstofu: 5807300 | msund hjá msund.is
Ábyrgðarmaður: Már Vilhjálmsson | Þessi síða var síðast uppfærð 21.03.2004