Sjálfsmatsstefna
Stefna MS í sjálfsmati byggir á þeirri skoðun að allt starf í skólanum sé breytingum háð. Skólastarfið skal metið reglulega á grundvelli markmiða skólans til að draga fram sterkar og veikar hliðar þess og skapa grundvöll til úrbóta. Þannig leitast skólinn við að læra af reynslu sinni. Markmið og leiðir í sjálfsmati skulu endurskoðuð reglulega og árlega skulu sett fram deilimarkmið varðandi stefnu skólans.
Verkefnisstjóri um sjálfsmat 2012-2013 er Ósa Knútsdóttir.
Meginreglur mats
- Innra mat byggist á markmiðum skólans, reglum hans og stefnu.
- Innra mat byggist á opinskárri umræðu og almennri þátttöku starfsmanna og nemenda.
- Innra mat byggist á reynslu starfsmanna og nemenda og hvers konar gögnum skólans.
- Gæta skal fyllsta trúnaðar um allar upplýsingar er varða einstaklinga.
- Eftir föngum skal leita álits aðila utan skólans, svo sem foreldra og forráðamanna , á starfsemi hans.
- Eftir atvikum skal leita álits óháðra sérfræðinga, stofnana og annarra skóla til að treysta mat og matsaðferðir.
- Hluti af innra mati verði tiltekin tölfræði úr gögnum skólans sem þjóni sem árangursvísar.
- Þeir sem málið varðar skulu eiga kost á að segja álit sitt á matsaðferðum og niðurstöðum.
- Undirbúningur mats og matsferli skal skipulagt af starfshópi innan skólans.
- Starfshópurinn gerir tillögur til stjórnenda um aðgerðir á grundvelli niðurstaðna mats.
- Starfshópar undirbúa og fylgja eftir ákvörðunum um aðgerðir sem teknar eru á grundvelli mats.
- Birta skal áætlun þar sem kynntar eru aðgerðir til að bæta einstaka þætti skólastarfsins.
- Skólinn skal birta og kynna helstu niðurstöður sjálfsmats innan skólans sem utan.
Viðfangsefni mats
- Stefna og markmið skólans.
- Nám, kennsla og námsmat.
- Nýting mannafla, fjármagns og aðstöðu.
- Stjórnun, samskipti og starfsandi.
- Árangur og aðbúnaður nemenda.
- Árangur og aðbúnaður kennara og annarra starfsmanna.
- Tengsl skóla og samfélags.
- Fagleg og félagsleg aðstaða nemenda og starfsmanna.
- Annað.
Skipulag mats
Skipulagt sjálfsmat tekur mið af heildarhagsmunum skólasamfélagsins og er skipulagt af starfshópi. Í þeim hópi skal vera stjórnandi, fulltrúar nemenda og starfsmanna skólans. Starfshópur þessi setur árlega fram áætlun um sjálfsmat og hefur umsjón með matsstarfinu. Hann kynnir í heild niðurstöður matsins, gerir áætlun um úrbætur og tekur saman skýrslu um starf sitt. Á hverju ári skal leggja áherslu á eitt meginviðfangsefni mats og taka saman tölfræði eða árangursvísa.
Störf allra starfsmanna eru metin reglulega. Kennarar og aðrir starfsmenn eru hvattir til að nota sjálfsmat í starfi sínu. Stefnt er að því að starfið innan námsgreina sé metið reglulega.
|