Námsráðgjöf
Það starfa tveir námsráðgjafar við skólann: Björk Erlendsdóttir er forstöðumaður námsráðgjafar í skólanum og með henni starfar Hildur Halla Gylfadóttir náms- og starfsráðgjafi. Markmið ráðgjafar í skólanum er að sinna nemendum á faglegan hátt í námi þeirra og einkamálum. Ráðgjöfin er veitt í trúnaði við nemendur. Ráðgjafinn gætir hagsmuna einstaklinga og hópa. Hann leitast við að vinna á fyrirbyggjandi hátt með það fyrir augum að nemendum takist að skapa sér viðunandi vinnuskilyrði heima og í skóla.
Starfsmenn
Tveir ráðgjafar starfa við námsráðgjöfina, Björk Erlendsdóttir og Hildur Halla Gylfadóttir. Viðtalsherbergi ráðgjafa eru tvö; merkt námsráðgjöf, á þriðju hæð í aðalbyggingu, Loftsteini.
Tímapantanir Nemendur geta pantað tíma hjá námsráðgjafa bæði símleiðis og á netföngunum; bjorke hjá msund.is og hildurhg hjá msund.is. Foreldrum og forráðamönnum er ennfremur velkomið að nýta sér ráðgjöfina.
Vinnuaðferðir
Ráðgjöfin skiptist milli námsráðgjafar og persónulegrar ráðgjafar en áherslan er á að nemendur eigi kost á góðri námsráðgjöf allan sinn námsferil. Unnið er út frá heildarsýn á aðstæður einstaklingsins. Þá getur ráðgjafinn haft milligöngu um tilvísanir á sérfræðiaðstoð. Ennfremur er veitt hópráðgjöf s.s. í sjálfsstyrkingu og prófkvíða.
Skólakynningar eru hluti af starfi ráðgjafans auk þess sem hann annast upplýsingamiðlun til nemenda, einkum þeirra sem eru að ljúka námi við skólann.
Ráðgjöf við aðra en nemendur
Námsráðgjafar geta veitt foreldrum, forráðamönnum, kennurum, skólastjórnendum og öðrum, sem tengjast nemendum, ráðgjöf.
|