Jarðsteinn
Jarðsteinn er gangur innaf Miðholti og þar eru staðsettar fjórar kennslustofur nr. 11 til 14. Stofa 12 er sérstofa fyrir jarðfræði og er nefnd Grjóthóll. Á milli stofu 11 og 12 er vinnuherbergi jarðfræðikennara og er nefnt Halldórshjáleiga. Þar sem nú eru stofur 13 og 14 var áður kennslueldhús. Í Jarðsteini eru glerskápar sem hafa að geyma steinasafn skólans. Við enda gangsins er staðsett fundarherbergi og vinnuherbergi þar sem einnig fer fram kennsla í fatahönnun. Í Jarðsteini er vinnuaðstaða fyrir nemendur bæði fyrir bóklegt nám sem og tölvuvinnu.

Halldórsstofa er í Jarðsteini en þar er úrval úr steinasafni skólans til sýnis auk þess sem þar er ágæt vinnuaðstaða fyrir um 25-30 nemendur.
Öll aðstaða í Jarðsteini var endurnýjuð sumarið 2003.
|