Hagfræðikjörsvið
Félagsfræðabraut Menntaskólans við Sund hefur sérstöðu að því leyti að hún býður upp á nám til stúdentsprófs á hagfræðikjörsviði. Þar er megináherslan lögð á að nemendur kynnist þjóðhagfræði, rekstrarhagfræði og bókfærslu auk þess sem stærðfræði er umfangsmikil námsgrein. Einkennisgreinar hagfræðikjörsviðs eru rekstrarhagfræði, þjóðhagfræði og stærðfræði. Á fjórða námsári vinna nemendur kjörsviðsverkefni á sviði hagfræði undir handleiðslu kennara.
Í hagfræði er lögð áhersla á að nemendur kynnist meginviðfangsefnum og grundvallarspurningum hagfræðinnar og geti skilgreint hugtök. Nemendur eiga að öðlast þekkingu og skilning á hagfræðilegum hugtökum og kenningum og geta beitt þeim á tiltekin viðfangsefni. Nemendur fylgjast með fréttum og því sem er að gerast í íslensku efnahagslífi og annars staðar og tengja það námsefninu. Þá er einnig lögð áhersla á notkun stærðfræðinnar í hagfræðinni. Rekstrarhagfræði og þjóðhagfræði eru jafn umfangsmiklar námsgreinar á hagfræðikjörsviði.
Rekstrarhagfræði fjallar um rekstur fyrirtækja og umhverfi þeirra, framboð og eftirspurn, mismunandi markaðsform o.s.frv.. Þá er lögð sérstök áhersla á bókhald og mikilvægi þess í rekstri fyrirtækja.
Þjóðhagfræði fjallar um efnahagsþróun og helstu markmið og leiðir í stjórn efnahagsmála, mismunandi hagkerfi, peningamarkað, gjaldeyrismarkað, vinnumarkað, efnahagshringrás o.fl.
Í stærðfræði er megináhersla lögð á þá þætti stærðfræðinnar sem best gagnast í námi á háskólastigi í viðskipta- og hagfræðigreinum.
Nám á hagfræðikjörsviði veitir góða almenna menntun og miðar að því að undirbúa nemendur undir háskólanám í hag- og viðskiptafræði.
Félagsfræðabraut, hagfræðikjörsvið |
|
|
námsár |
|
Námsgreinar |
1. b. |
2. b. |
3. b. |
4. b. |
ein. |
1. |
Íslenska (15) |
4 |
3 |
4 |
4 |
15 |
2. |
Erlend mál (33) |
|
|
|
|
|
|
Danska |
3 |
3 |
|
|
6 |
|
Enska |
4 |
4 |
4 |
3 |
15 |
|
Þriðja mál (FRA/ÞÝS) |
|
4 |
4 |
4 |
12 |
3. |
Samfélagsgreinar (39) |
|
|
|
|
|
|
Lífsleikni |
3 |
|
|
|
3 |
|
Félagsfræði |
3 |
|
|
3 |
6 |
|
Rekstrarhagfræði |
|
6 |
3 |
|
9 |
|
Þjóðhagfræði |
|
|
3 |
6 |
9 |
|
Saga |
|
4 |
5 |
|
9 |
|
Landafræði |
3 |
|
|
|
3 |
4. |
Náttúrufræðagreinar (9) |
|
|
|
|
|
|
Náttúruvísindi/ Líffræði |
3 |
|
|
|
3 |
|
Náttúruvísindi/ Jarðfræði |
3 |
|
|
|
3 |
|
Náttúruvísindi/ Eðlis- og efnafræði |
|
3 |
|
|
3 |
5. |
Stærðfræði (21) |
6 |
6 |
4 |
5 |
21 |
6. |
Íþróttir (8) |
2 |
2 |
2 |
2 |
8 |
|
Kjörsviðsverkefni (3) |
|
|
|
3 |
3 |
8. |
Valgreinar (2 á ári) (12) |
|
|
6 |
6 |
12 |
|
Samtals einingar: |
34 |
35 |
35 |
36 |
140 |
|
|
|
|
|
|
|
|
*Kjörsviðsverkefni eru á sviði þjóðhagfræði eða rekstrarhagfræði |
|