Hvert á að leita?

Forsíða > Þjónusta > Prentvænt

Tölvu- og tækjaaðstoð

Aðgengi að tölvum, vistun, prentun, Office365 og Interneti

Nemendur hafa aðgang að talsverðum fjölda tölva í skólanum. Þar er aðgangur að einkasvæði til að vista gögn auk aðgangs að Interneti og prentun og ljósritun í svart/hvítu og skönnun í lit (A4). Þá hafa allir aðgang að Office365 og kost á að hlaða niður netútgáfu af Officepakkanum á fimm tæki. Kostnaður vegna prentunar er innheimtur með skólagjöldum þannig að hver og einn getur prentað 250 bls. Klárist sá skammtur gefst nemendum færi á að kaupa rétt til meiri prentunar gegn  gjaldi á hverja blaðsíðu. Nemendur með Wi-Fi tæki geta tengt sig inn á þráðlaust netkerfi skólans. Netið heitir MS-Sund og fæst leyniorð á skrifstofu skólans og hjá tölvuumsjónarmanni.

Tölvu- og tækjaaðstoð

Skólinn býður upp á aðstoð við nemendur og starfsfólk skólans við tölvunotkun. Þjónustubeiðnir þurfa að berast skriflega til umsjónarmanns tölvumála, Hafsteins Óskarssonar. Eyðublöð liggja frammi á skrifstofu skólans. Einnig er hægt að senda póst á hafsteinno@msund.is eða hitta hann að máli á skrifstofu sinni inn af tölvustofu 2.

Reglur um tölvunotkun

Skólinn hefur sett skýrar reglur um notkun á tölvubúnaði skólans sem hanga uppi í tölvustofum og víðar þar sem nemendur hafa aðgengi að tölvum skólans. Brot á reglunum og misnotkun á tölvukerfi skólans getur leitt til þess að aðgengi viðkomandi verði lokað fyrirvaralaust.

 

 


Menntaskólinn við Sund | Gnoðarvogi 43, 104 R.vík | Sími skrifstofu: 5807300 | msund hjá msund.is
Ábyrgðarmaður: Már Vilhjálmsson | Þessi síða var síðast uppfærð 14.10.2016