Hagfræði í 3 HAG
REF 2H3
Rekstrarhagfræði í 3. bekk, félagsfræðabraut, hagfræðikjörsviði
(Samsvarar REK 203 í Aðalnámskrá)
Námslýsing
Fjallað er m.a. um líkön, mismunandi hagkerfi, skort, val, fórn, fórnarkostnað, kostnaðarhugtök og kostnaðarföll, tekjuhugtök og tekjuföll, hagnaðarfall, framlegð, framleiðni, hagkvæmasta val framleiðsluþátta, hagkvæmasta val framleiðslusamsetningar, þenslubraut, lögmálið um minnkandi afrakstur, framleiðsluföll, framboð, eftirspurn, kenningar Adam Smith, jafnvægi á frjálsum markaði fyrir vöru og þjónustu, notagildi, teygnihugtök og verðmyndun við mismunandi markaðsform (fullkomin samkeppni, einokun, tvíkeppni, fákeppni, verðleiðsögn, verðmismunun).
Kennsluaðferðir
Efnið er kennt með fyrirlestrum, umræðum og einstaklings- og hópverkefnum sem krefjast sjálfstæðra vinnubragða. Lögð er áhersla á að nemendur beiti stærðfræðilegri nálgun við lausn verkefna og noti m.a. deildun við hámörkun tekna og hagnaðar og lágmörkun kostnaðar og kynnist línulegri bestun við val á framleiðslukostum. Hluti kennslu fer fram í tölvustofu. Nemendur eru þjálfaðir í að nýta sér Netið til upplýsingaöflunar.
Námsmat
Skriflegt stúdentspróf í rekstrarhagfræði (9 ein. yfirlitspróf úr námsefni 2.-3. bekkjar) er haldið í lok haustannar. Námseinkunn er byggð m.a. á skyndiprófum, verkefnum og virkni.
|