Hagfræði
Á hagfræðikjörsviði er kennd rekstrarhagfræði (9 einingar) og þjóðhagfræði (9 einingar). Á félagsfræðikjörsviði er kennd þjóðhagfræði (3 einingar). Kjörsviðsverkefni í hagfræði er 3 einingar.
Markmið
Nemendur
- kynnist meginviðfangsefnum og grundvallarspurningum hagfræðinnar
- geti skilgreint helstu hugtök hagfræðinnar
- tengi eigin þekkingu og reynslu af atvinnulífinu við námsefnið
- fylgist með fréttum og því sem er að gerast í íslensku atvinnulífi og annars staðar og tengi það námsefninu.
- geti leyst verkefni með einföldum útreikningum annars vegar (félagsfræðikjörsvið), og hins vegar leyst verkefni þar sem beitt er stærðfræðilegum aðferðum, svo sem línulegri bestun, deildun og heildun (hagfræðikjörsvið)
|