Forsíða > Námið > Námsgreinar > Hagfræði > Prentvænt

Hagfræði í 3 FÉL

ÞJÓ 1F3

Þjóðhagfræði í 3. bekk, félagsfræðabraut, félagsfræðikjörsviði 

(Samsvarar ÞJÓ 103 í Aðalnámskrá)  

Námslýsing

Fjallað er m.a. um rekstrarhagfræði og þjóðhagfræði, um skort, val, fórn, fórnarkostnað, framleiðsluþætti, framleiðslu, virðisauka, mismunandi hagkerfi, klassíska hagfræði, nýklassíska hagfræði, framboð, eftirspurn, kenningar Adam Smith, jafnvægi á frjálsum markaði fyrir vöru og þjónustu, peningamarkað, gjaldeyrismarkað, vinnumarkað, efnahagshringrásina, þjóðarframleiðslu, þjóðartekjur, þjóðarútgjöld, þjóðhagsreikninga, neyslu, sparnað, samneyslu, fjárfestingu, innflutning, útflutning, jafnvægisþjóðartekjur, kenningar Keynes, margföldunaráhrif, hagstjórn, hagstjórnartæki, fjárlög, verðbólgu, vísitölur, kenningar um milliríkjaviðskipti og fríverslun.

   Kennsluaðferðir

Efnið er kennt með fyrirlestrum, umræðum og verkefnavinnu, bæði  einstaklings- og hópverkefnum, sem krefjast sjálfstæðra vinnubragða. Auk hefðbundinna kennslugagna nýta nemendur Netið til upplýsingaöflunar.

   Námsmat

Skriflegt stúdentspróf er í lok haustannar/vorannar.  Námseinkunn er byggð m.a. á skyndiprófum, verkefnum og virkni á viðkomandi önn.


Menntaskólinn við Sund | Gnoðarvogi 43, 104 R.vík | Sími skrifstofu: 5807300 | msund hjá msund.is
Ábyrgðarmaður: Már Vilhjálmsson | Þessi síða var síðast uppfærð 06.08.2005