Forsíða > Námið > Námsgreinar > Hagfræði > Prentvænt

Hagfræði í 2 HAG

REF 1H6

Rekstrarhagfræði í 2. bekk, félagsfræðabraut, hagfræðikjörsviði

(Samsvarar REK 103 og REK 303 í Aðalnámskrá.  Að auki er viðbótarefni um færslu bókhalds á haustönn)

   Námslýsing

Fjallað er  m.a. um rekstur fyrirtækja og umhverfi þeirra, flokkun fyrirtækja, starfsgrundvöll og rekstrarform fyrirtækja, markmiðssetningu, stefnumótun, stjórnun, framleiðsluþætti, virðisauka, framleiðslu, framleiðslu­þætti, virðisauka, kostnað, tekjur, framlegð, hagnað, rekstrarjafnvægi, bókhald, kostnaðarreikning, núvirðis­reikninga og  markaðsstarf.  Á haustönn er lögð sérstök áhersla á bókhald og mikilvægi þess í rekstri fyrirtækja, nemendum kynnt fjárhags-, viðskiptamanna-, birgða- og kostnaðarbókhald og hvernig bókhald getur auðveldað áætlanagerð, stjórnun og ákvarðanatöku.

   Kennsluaðferðir

Efnið er kennt með fyrirlestrum, umræðum og verkefnavinnu, bæði einstaklings- og hópverkefnum, sem krefjast sjálfstæðra vinnubragða.  Nemendur vinna verkefni í töflureikni og hluti kennslu fer fram í tölvustofu.  Auk hefðbundinna kennslugagna nýta nemendur Netið til upplýsingaöflunar.

   Námsmat

Haust- og/eða vorannareinkunn getur ýmist byggst á símati eða skriflegu prófi í lok annar ásamt vinnueinkunn.  Símat og vinnueinkunn eru byggð m.a. á skyndiprófum, verkefnum og virkni.


Menntaskólinn við Sund | Gnoðarvogi 43, 104 R.vík | Sími skrifstofu: 5807300 | msund hjá msund.is
Ábyrgðarmaður: Már Vilhjálmsson | Þessi síða var síðast uppfærð 10.08.2005