Hagfræði í 2 HAG
REF 1H6
Rekstrarhagfræði í 2. bekk, félagsfræðabraut, hagfræðikjörsviði
(Samsvarar REK 103 og REK 303 í Aðalnámskrá. Að auki er viðbótarefni um færslu bókhalds á haustönn)
Námslýsing
Fjallað er m.a. um rekstur fyrirtækja og umhverfi þeirra, flokkun fyrirtækja, starfsgrundvöll og rekstrarform fyrirtækja, markmiðssetningu, stefnumótun, stjórnun, framleiðsluþætti, virðisauka, framleiðslu, framleiðsluþætti, virðisauka, kostnað, tekjur, framlegð, hagnað, rekstrarjafnvægi, bókhald, kostnaðarreikning, núvirðisreikninga og markaðsstarf. Á haustönn er lögð sérstök áhersla á bókhald og mikilvægi þess í rekstri fyrirtækja, nemendum kynnt fjárhags-, viðskiptamanna-, birgða- og kostnaðarbókhald og hvernig bókhald getur auðveldað áætlanagerð, stjórnun og ákvarðanatöku.
Kennsluaðferðir
Efnið er kennt með fyrirlestrum, umræðum og verkefnavinnu, bæði einstaklings- og hópverkefnum, sem krefjast sjálfstæðra vinnubragða. Nemendur vinna verkefni í töflureikni og hluti kennslu fer fram í tölvustofu. Auk hefðbundinna kennslugagna nýta nemendur Netið til upplýsingaöflunar.
Námsmat
Haust- og/eða vorannareinkunn getur ýmist byggst á símati eða skriflegu prófi í lok annar ásamt vinnueinkunn. Símat og vinnueinkunn eru byggð m.a. á skyndiprófum, verkefnum og virkni.
|