Forsíða > Þjónusta > Nemendur með sértæka námsörðugleika > Prentvænt

Þjónusta við nemendur í nýrri námskrá

  • Boðið er upp á sérstakan valáfanga, námsaðferðir, fyrir nemendur með greiningu um lestrar- eða stærðfræðierfiðleika.
  • Boðið er upp á námskeið fyrir nýnema með greiningu um lestrar- eða stærðfræðierfiðleika í upphafi skólaárs.
  • Prófkvíðanámskeið á vegum námsráðgjafa.
  • Einstaklingsviðtöl hjá námsráðgjöfum við nemendur sem koma með greiningar um lestrar-, stærðfræði- eða skriftarerfiðleika.
  • Vakni grunsemdir um að nemandi sé með lestrar- eða stærðfræðierfiðleika hvetja námsráðgjafar hann til að fara í greiningu til sérfræðinga t.d. taugasálfræðinga og lestrarsérfræðinga.
  • Námsráðgjafar hvetja nemendur til að sækja sér þjónustu  hjá Blindrabókasafni þegar greining liggur fyrir.
  • Námsráðgjafar upplýsa kennara um hvaða nemendur þeirra glíma við lestrar- eða aðra sértæka námsörðugleika .
  • Ábending til kennara að nota arial letur því það hentar nemendum með lestrarerfiðleika.
  • Nemendur sem þurfa próf á lituðum pappír geta óskað eftir því. Einnig geta þeir óskað eftir lengri próftíma.

Menntaskólinn við Sund | Gnoðarvogi 43, 104 R.vík | Sími skrifstofu: 5807300 | msund hjá msund.is
Ábyrgðarmaður: Már Vilhjálmsson | Þessi síða var síðast uppfærð 22.09.2016