Umhverfisfræði
Umhverfisfræði er nýr áfangi á umhverfiskjörsviði náttúrufræðibrautar. Hann er 7 einingar og kenndur á tveimur árum.
Í 3. bekk er áherslan lögð á tengsl jarðfræði og umhverfismála þar sem náttúruhamfarir vega þungt. Til undirbúnings þeirri umfjöllun er farið yfir jarðsöguna en einnig og veður- og haffræði m.t.t. náttúruhamfara
Í 4. bekk er viðfangsefnið umhverfismál og náttúruvernd. Þessi hluti áfangans sækir efnivið sinn í margvíslegar fræðigreinar þar á meðal vistfræði, heimspeki, hagfræði, bókmenntafræði og sagnfræði.
|