Til forráðamanna 16-18 ára nema í Menntaskólanum við Sund.
Fyrsta ball vetrarins, nýnemaballið, verður haldið í Gullhömrum Grafarvogi frá 22:00 til 01:00 (húsinu lokar kl. 23:30) þann 11. september.
Fyrir lokaballið í vor óskaði ný skemmtinefnd eftir aðstoð foreldra við gæslu fyrir utan ballið sem tókst ágætlega.
Nokkrir framhaldsskólar eru með foreldravakt á böllum, það að hafa foreldra á staðnum sýnir áhuga, gefur ákveðin skilaboð og er góð forvörn.
Æskilegur fjöldi foreldra er ca 15-30 manns á hverju balli, hugsunin er fyrst og fremst að við séum sýnileg og til staðar. Foreldravaktin fer ekki inn á ballið sjálft og þegar húsinu lokar kl.23:30 er vaktinni lokið, þetta er því ekki nema um einnar og hálfrar klukkustunda viðvera.
Nú leitum við í foreldraráði MS til ykkar og vonumst til að safna sjálfboðaliðum á lista sem fá sendar uppl. þegar böll eru fyrirhuguð, því fleiri sem eru skráðir þeim mun auðveldara er þetta og jafnvel ekki þörf á að mæta nema einu sinni yfir veturinn.
Netfang foreldraráðs MS er foreldraradms@gmail.com Þar sem skráning fer fram.
Með von um góðar undirtektir
Foreldraráð MS.