Forsíða > Námið > Námsmat eldri námskrá > Prentvænt

Einkunnir og lágmarskröfur í 2. og 3. bekk

Útreikningur á einkunnum í 2. og 3. bekk

Lokaeinkunní námsgrein er reiknuð á mismunandi vegu eftir því hvort um fram­haldsgrein eða stúdentsprófsgrein er að ræða:

·               Lokaeinkunn í framhaldsgrein er meðaltal haustannareinkunnar og vor­annar­einkunnar.

·               Lokaeinkunn í stúdentsprófsgrein í 2. og 3. bekk er reiknuð þannig að náms­einkunn vegur 50% og stúdentsprófseinkunn 50%.

Aðaleinkunn í 2. og 3. bekk er vegið meðaltal lokaeinkunna miðað við einingafjölda námsgreina á árinu.

Lágmarkskröfur í 2. og 3. bekk

Nemandi hefur staðist námskröfur bekkjarins og öðlast rétt til að flytjast upp um einn bekk ef hann uppfyllir eftirfarandi lágmarkskröfur:

Vorannareinkunn í hverri framhaldsgrein eða prófseinkunn í hverri stúdentsprófsgrein:

4,0

Lokaeinkunn í hverri grein:

4,0

Aðaleinkunn:

5,0

         Nemandi sem hefur náð aðaleinkunn 5,0 eftir vor­annarpróf en er hins vegar undir lágmarki í einni eða tveimur námsgreinum, er skyldugur að þreyta endurtökupróf í viðkomandi námsgrein(um). Nemandi sem er undir lágmarki í þremur (eða fleiri) námsgreinum á skólaárinu, við uppgjör að loknum vorannar­prófum, er fallinn í bekk.

Nemandi sem fellur á endurtökuprófi í einni námsgrein getur fengið leyfi skólaráðs einu sinni á skólaferli sínum til að setjast í næsta bekk ef einkunn hans er ekki lægri en 2 í endurtökuprófinu og námsgreinin er ekki aðalgrein á kjörsviði brautar samkvæmt lýsingu hennar.

Nemandi sem fellur með aðaleinkunn 4,0 eða hærri á rétt á að setjast aftur í sama bekk. Umsókn um slíkt þarf að koma fram strax eftir próflok á vorin.

Nemanda með aðaleinkunn lægri en 4,0 er ekki heimilt að setjast aftur í sama bekk. Sama á við um nemanda sem hættir í skóla eftir 1. mars nema með sérstöku leyfi frá rektor. Ef nemandi stenst ekki bekk í annarri atrennu er honum óheimil frekari skólavist.

Aðalgreinar brauta

 

Bekkur:

Félagsfræðabraut

Náttúrufræðibraut

Félags-fræði-kjörsvið

Hag-fræði-kjörsvið

Líffræði-kjörsvið

Umhverfis-kjörsvið

Eðlis-fræði-kjörsvið

1. bekkur

 

 

Engin

Engin

Engin

Engin

Engin

2. bekkur

 

Félags-fræði

Rekstrar-hagfræði

Efna-fræði

Efnafræði

Eðlis-fræði

Saga

Stærð-fræði

Stærð-fræði

Stærðfræði

Stærð-fræði

3. bekkur

Félags-fræði

Hagfræði

Líffræði

Líffræði

Eðlis-fræði

Saga

Stærð-fræði

Eðlis-fræði

Jarðfræði

Stærð-fræði

4. bekkur

Félags-fræði

Þjóð-hagfræði

Líffræði

Umhverfis-fræði

Eðlis-fræði

Saga

Stærð-fræði

Stærðfræði

Stærð-fræði

Stærð-fræði

 Fall í bekk

 

1.    Nemandi sem nær ekki 5,0 í aðaleinkunn telst fallinn og verður að taka bekkinn aftur.

2.    Nemanda sem nær aðaleinkunn, en er undir 4,0 í þremur eða fjórum greinum gefst ekki kostur á endurtökuprófum í MS.

3.    Nemandi sem á að fara í endurtökupróf í MS getur ekki komið sér hjá því að taka það. Endur­­töku­próf er lokatilraun nemenda til að standast bekkinn.

Nemandi sem  vill bæta námsstöðu sína og endurtekur náms­greinar, sem eru undir lágmarkseinkunn, í viðurkenndum framhaldsskóla í getur óskað eftir því að fá þær metnar.


Menntaskólinn við Sund | Gnoðarvogi 43, 104 R.vík | Sími skrifstofu: 5807300 | msund hjá msund.is
Ábyrgðarmaður: Már Vilhjálmsson | Þessi síða var síðast uppfærð 17.02.2016