Enska í 2.N
ENS 2N3
Enska í 2. bekk, náttúrufræðibraut
(Samsvarar að hluta ENS 212 og ENS 303 í Aðalnámskrá)
Námslýsing
Auk fjölbreytilegs almenns lesefnis eru sérhæfðir textar vandlega lesnir. Unnar eru margvíslegar æfingar á öllum færnisviðum. Skáldsögur og/eða smásögur lesnar til munnlegrar og /eða skriflegrar umfjöllunar. Ennfremur er unnið með undirstöðuatriði enskrar málfræði. Lögð er áhersla á nýtingu hjálpargagna, svo sem orðabóka, Netsins og annarra heimilda. Á þennan hátt er leitast við að styrkja lesskilning nemenda og efla virkan, hagnýtan og sérhæfðan orðaforða.
Markmið
Nemendur
- geti tjáð sig um almenn efni í ræðu og riti
- geti lesið ýmiss konar fræðitexta, bókmenntir, blaða- og tímaritsgreinar um margvísleg efni
- geti aflað sér tiltekinna upplýsinga og gert útdrátt úr texta
- geti nýtt sér hjálpargögn, svo sem orðabækur og Netið
- hafi vald á undirstöðuatriðum enskrar málfræði
- geti gert greinarmun á formlegu og óformlegu málfari
- geti skrifað skipulagt og rökstutt mál og notað orðaforða úr námsefninu á viðeigandi hátt.
Námsmat
Haust- og vorannarpróf eru skrifleg og munnleg. Hluti einkunna er auk þess fyrir skil verkefna og aðra ástundun á kennslutíma.
|