Hannes Pétursson

Ingunn Snædal

Sigurbjörg Þrastardóttir

Snorri Hjartarson

Steinn Steinarr

Forsíða > Námið > Orðagaldur > Prentvænt

Ljóð á heimasíðu skólans

Hér að neðan eru þau ljóð sem hafa verið á heimasíðu skólans um lengri eða skemmri tíma.

Yfirgefa

Ég held að ég verði ekki hérna
næst þegar þú opnar
marrandi glugga
og vantar meira smjörlíki eða
vilt bara skoða heiminn
næst þegar þú brotnar
eða þykir óhjákvæmilegt
að slá tölu á djöflana sem elta
þig ég segi ekki að
vanræktir akrar
vaxi best það
er kjaftæði en
ég held að ég verði
samt ekki hérna
næst og mér
þykir ástin
mjög fyrir
því

(Sigurbjörg Þrastardóttir)


Að sigra heiminn

 

Að sigra heiminn er eins og að spila á spil

með spekingslegum svip og taka í nefið.

(Og allt með glöðu geði

er gjarna sett að veði).

Og þótt þú tapir, það gerir ekkert til,

því það er nefnilega vitlaust gefið.

(Steinn Steinarr)


Flest er það í brotum

Flest er það í brotum

Sem við berum okkur í munn.

 

Lokum nú augum

eitt andartak

 

Hvílumst. Hlustum ef við getum

á lífið –

hina löngu hugsun.

(Hannes Pétursson)


Langt af fjöllum

Langt af fjöllum hríslast lækirnirog laða þig margir til fylgdar.

En vegurinn er einn, vegurinnvelur þig, hvert spor þitt er stigið.

Og frá upphafi allra vega fór enginn þá leið nema þú

(Snorri Hjartarson)


ævintýri

 

Fyrir þig

myndi ég gjarna

bera inn sólskin

í botnlausum potti

allan daginn

 

kreista sólina

svo gulir taumar

rynnu um þig alla

 

(Ingunn Snædal)


Menntaskólinn við Sund | Gnoðarvogi 43, 104 R.vík | Sími skrifstofu: 5807300 | msund hjá msund.is
Ábyrgðarmaður: Már Vilhjálmsson | Þessi síða var síðast uppfærð 12.02.2011