Forsíđa > Námiđ > Orđagaldur > Ljóđ á heimasíđu skólans > Prentvćnt

Steinn Steinarr

Steinn Steinarr er skáldanafn Ađalsteins Kristmundssonar. Steinn fćddist hinn 13. október áriđ 1908 og eru ţví í ár liđin hundrađ ár frá fćđingu hans. Steinn fćddist á Laugalandi í Nauteyrarhreppi viđ Ísafjarđadjúp en ólst ađ mestu upp í Saurbć í Dölum en fluttist til Reykjavíkur átján ára gamall.

Ţegar Steinn kom til Reykjavíkur var atvinnuleysi og kreppa yfirvofandi. Steinn var auk ţess fatlađur á handlegg sem gerđi honum alla líkamlega vinnu erfiđa. Framtíđarhorfur hans virtust ekki glćsilegar enda hafđi skólaganga hans veriđ stutt. Steinn fékk ţví ađ kynnast fátćkt á ţessum árum en komst einnig í kynni viđ ung skáld og listamenn sem hittust reglulega í Unuhúsi. Á ţessum erfiđu tímum létu róttćkir fylgismenn sósíalisma mikiđ ađ sér kveđa, ekki síst skáldin, og Steinn gekk til liđs viđ ţá. Ţess sjást skýr merki í fyrstu ljóđabók hans, Rauđur loginn brann sem út kom áriđ 1934. Róttćk ljóđ sátu ţar í fyrirúmi eins og nafn bókarinnar gefur til kynna. Ljóđin í ţessari fyrstu bók Steins eru langflest hefđbundin (međ rími, ljóđstöfum og hefđbundinni hrynjandi). En auk hinna róttćku ljóđa um hlutskipti lítilmagnans bar mikiđ á vonleysi og trega. Ţađ er eins og skáldinu finnist á stundum fátt merkilegt viđ líf mannanna, tilgangurinn óljós og mannkyniđ statt í eins konar völundarhúsi sem erfitt er ađ rata um og útgönguleiđin týnd.

Áriđ 1948 kom út ljóđabókin Tíminn og vatniđ, alls 13 ljóđ (en urđu 21 í lokagerđinni áriđ 1956). Marga rak í rogastans. Ţađ er nánast ekki hćgt ađ skilja ţessi ljóđ eftir hefđbundnum leiđum; ţađ verđur ađ skynja ţau. Ţađ er eins og allar reglur séu brotnar nema hvađ stundum er rím og oftast einhverjir stuđlar. Engin leiđ er ađ ráđa í endanlega merkingu ljóđanna en margir sjá í ţeim mikinn trega, hugsanlega djúpa ástarsorg. Međ ţessari bók braut Steinn blađ í ljóđagerđ Íslendinga. Hann tók drjúgan ţátt í umrćđum um ljóđagerđ samtímans enda var um miđja síđustu öld háđ grimmileg barátta um ljóđagerđina; átti ađ kasta á glć hinu hefđbundna ljóđi međ rími og stuđlum en innleiđa í stađinn frjáls ljóđ (atómljóđ)? Um ţađ var tekist á.

Steinn var ekki í vafa; leyfum ljóđinu ađ vera frjálst. Steinn kvćntist áriđ 1948 Ásthildi Björnsdóttur og bjuggu ţau í litlu húsi í Fossvoginum ásamt hundi og nokkrum hćnum. Steinn lést 25. maí áriđ 1958 og eru ţví liđin fimmtíu ár frá dauđa hans. Um fá skáld Íslendinga hefur stađiđ jafnmikill styrr sem Stein Steinarr. Nú telja menn hann flestir merkasta ljóđskáld okkar á 20. öld. Hann hafđi gríđarleg áhrif á ungu skáldin sem gerđu garđinn frćgan á eftir honum og tók drjúgan ţátt í samfélagi skálda og listamanna sem settu svip á bćinn og sátu gjarna á kaffihúsum og rćddu málefni dagsins.

                                                                                                 (Byggt á samantekt Ţórđar Helgasonar)


Menntaskólinn viđ Sund | Gnođarvogi 43, 104 R.vík | Sími skrifstofu: 5807300 | msund hjá msund.is
Ábyrgđarmađur: Már Vilhjálmsson | Ţessi síđa var síđast uppfćrđ 28.01.2011