Eðlisfræði í 3.N (E)
EÐL 2E4
Eðlisfræði í 3. bekk, náttúrufræðibraut, eðlisfræðikjörsviði
(Samsvarar í Aðalnámskrá EÐL 103 (það sem á vantaði í 2. bekk) og EÐL 203 (það sem á vantaði í 2. bekk). Drjúgur hluti efnisins er ekki í Aðalnámskrá, svo sem hreyfilýsing með deildun og heildun, kasthreyfing, jafnvægi og aflfræði snúnings.)
Námslýsing
Fengist er við eftirfarandi þætti greinarinnar: Ljósgeislafræði og aflfræði. Nemendur gera tilraunir í verklegri eðlisfræði og skila skýrslum um þær.
Markmið
Námsmarkmiðin beinast að eftirfarandi efnisatriðum:
Ljósfræði: Safnlinsa og dreifilinsa. Stækkunargler. Myndavél. Sýningarvél. Smásjá. Linsusjónauki. Auga. Nærsýni. Fjarsýni. Gleraugu.
Aflfræði: Hreyfing í fleti. Staða, hraði og hröðun með deildun og heildun. Skákast. Tregðukerfi. Skriðþungi. Atlag. Atlagslögmál. Varðveisla skriðþunga. Miðjuárekstur. Alfjaðrandi miðjuárekstur. Skáárekstur. Massamiðja. Massamiðjulögmálið. Hringhreyfing. Hornhraði. Miðsóknarhröðun. Miðsóknarkraftur. Keilupendúll. Svigkraftur jarðar. Sveifluhreyfing. Sveiflutími. Hraði og hröðun í sveifluhreyfingu. Orka í sveifluhreyfingu. Einfaldur pendúll. Dopplerhrif. Lögmál Keplers. Þyngdarlögmál Newtons. Þyngdarsvið. Hringhreyfing í þyngdarsviði. Stöðuorka í þyngdarsviði. Bindiorka og lausnarhraði. Vélræn orka hlutar á hringbraut. Vægi. Vinna og afl vægis. Færslujafnvægi. Snúningsjafnvægi. Þyngdarpunktur. Snúningsorka. Hverfitregða. Veltiorka. Regla Steiners. Hverfiþungi. Hverfiþungalögmálið. Varðveisla hverfiþunga. Eðlisfræðilegur pendúll.
Námsmat
Annareinkunnir byggjast á prófum í annalok og vinnueinkunnum fyrir tilraunir, skýrslur, önnur skilaverkefni, ástundun og mætingu á hvorri önn.
|