Eðlisfræði í 3. N (L)
EÐL 2N4
Eðlisfræði í 3. bekk, náttúrufræðibraut, líffræðikjörsviði
(Samsvarar í Aðalnámskrá EÐL 203 (það sem á vantaði í 2. bekk nema sú varmafræði sem tekin er í efnafræði), EÐL 303 (það sem á vantaði í 2. bekk, nema um rýmd og span), EÐL 403 (um helmingur) og ýmislegt sem ekki er í áfangalýsingum Aðalnámskrár)
Námslýsing
Fengist er við eftirfarandi þætti greinarinnar: Aflfræði, rafsegulfræði, skammtafræði, kjarneðlisfræði og afstæðiskenningu. Nemendur gera tilraunir í verklegri eðlisfræði og skila skýrslum um þær.
Markmið
Námsmarkmiðin beinast að eftirfarandi efnisatriðum:
Ljósfræði: Safnlinsa og dreifilinsa. Stækkunargler. Myndavél. Sýningarvél. Smásjá. Linsusjónauki. Auga. Nærsýni. Fjarsýni. Gleraugu.
Aflfræði: Skriðþungi. Atlag. Atlagslögmál. Varðveisla skriðþunga. Miðjuárekstur. Hringhreyfing. Hornhraði. Miðsóknarhröðun. Miðsóknarkraftur. Lögmál Keplers. Þyngdarlögmál Newtons. Þyngdarsvið. Hringhreyfing í þyngdarsviði. Stöðuorka í þyngdarsviði. Bindiorka og lausnarhraði. Vélræn orka hlutar á hringbraut.
Rafsegulfræði: Segulpólar. Segulsvið. Segulsvið rafstraums í beinum leiðara. Segulsviðsstyrkur. Kraftur á straumleiðara í segulsviði. Kraftverkun milli straumleiðara. Segulsvið í langspólu. Rafsegull. Sveiflusjá Segulkraftur á rafögn. Hreyfing rafagna í einsleitu segulsviði. Hraðasía. Massagreinir.
Skammtafræði: Skammtakenning Plancks. Ljósröfun. Ljóseindakenning Einsteins. Tvíeðli ljóssins. Röntgenlampi. Röntgengeislun.
Kjarneðlisfræði: Kjarneindir. Stærð atómkjarna. Kjarnakraftar. Massarýrnun. Bindiorka. Bindiorka á kjarneind. Geislavirkni. Alfa-, beta- og gammageislar. Umhverfisgeislun og áhrif hennar á lífverur. Geislastyrkur. Hálfunartími. Hrörnunarlögmálið. Aldursákvörðun með geislakolefni. Kjarnakljúfar. Kjarnasamruni.
Afstæðiskenning: Tilraun Michelsons og Morleys. Grunnsetningar Einsteins. Tímaseinkun. Tvíburaþversögnin. Stytting lengda. Samtímahugtakið. Afstæði massans. Afstæði hraðans. Massi og orka.
Námsmat
Stúdentspróf er úr námsefni vetrarins og úr hluta af námsefni 2. bekkjar. Námseinkunn er gefin fyrir haustannarpróf og fyrir tilraunir, skýrslur, önnur skilaverkefni, ástundun og mætingu á báðum önnum.
|