Eðlisfræði í 2. MF
NÁT 1M3. Eðlis- og efnafræði í 2. bekk, mála- og félagsfræðabraut (NÁT 1M3)
(Samsvarar NÁT 123 í Aðalnámskrá)
Námslýsing
Tekin eru fyrir viðfangsefni úr náttúru og nútímatækni þar sem tvinnast saman nokkur grundvallarlögmál í eðlis- og efnafræði. Þungamiðjan er orkulögmálið og ýmsar myndir þess eru tengdar tækni með íslenskar aðstæður að leiðarljósi. Nemendur gera tilraunir í verklegri eðlisfræði og efnafræði og skila skýrslum um þær.
Markmið
Námsmarkmiðin beinast að eftirfarandi efnisatriðum:
Gufunarvarmi. Hringrás vatnsins. Vatnsorka. Raforka. Rennsli. Fallhæð. Orkunotkun. Stöðuorka. Hreyfiorka. Raforka. Jarðvarmi. Örbylgjuofn. Atómkenningin. Frumefni. Efnasambönd. Efnablöndur. Atóm. Sameindir. Jónir. Efnahvörf. Efnajöfnur. Andrúmsloftið. Loftþrýstingur. Bruni eldsneytis. Loftmengun. Efnaorka. Brennsluvarmi. Rafhlöður. Efnarafall. Rafstraumur. Hreyfing. Hraði. Hröðun. Hemlunarvegalengd. Kjarnorka. Kjarnasamruni. Kjarnaklofnun. Efni og orka. Kjarnorkuver. Öreindir. Samsætur. Rafsegulbylgjur. Samskiptatækni. Rafsegulróf. Ljóseindir. Sólarorka. Litróf. Sólarrafhlöður.
Námsmat
Áfanganum lýkur með stúdentsprófi að vori. Í námseinkunn vegur haustannarpróf og einkunnir fyrir tilraunir, skýrslur, önnur skilaverkefni, ástundun og mætingu á báðum önnum.
|