Forsíđa > Skólinn > Skólareglur MS > Skólasóknarreglur í eldra kerfi > Prentvćnt

Frávik frá skólasóknarskyldu

Í ţremur tilvikum eru nemendur án skólasóknarskyldu: Óreglulegir nemendur, ţrepahlauparar og nemendur međ frávik í námi.

Um einkunnir nemanda međ frávik frá skólasóknarskyldu gildir ađ hann fćr ekki einkunn fyrir skólasókn en nemandinn fćr vinnu-/námseinkunnir eftir sérstökum reglum sem koma fram í kennsluáćtlun námsgreina fyrir önnina. Reglurnar segja fyrir um hvađa verkefni eigi ađ vinna, skiladag ţeirra og vćgi í námseinkunn. Ţessi vinnu-/námseinkunn hefur sama vćgi í annareinkunn og vinna reglulegra nemenda á önn og kemur í stađ venjulegrar námseinkunnar í stúdentsprófsgreinum.

Í greinum međ símat er heimilt ađ láta nemendur án skólasóknar fara í sérstakt próf í stađ verkefnavinnu eđa hluta hennar. Nemendur án skólasóknarskyldu geta ekki sótt um matseinkunn á vorönn.

Óreglulegir nemendur

Ef sérstakar ástćđur, langvinn veikindi, ađrar langvarandi fjarvistir eđa félagslegar ađstćđur mćla međ ţví, getur rektor veitt nemanda heimild til ţess ađ stunda nám sem óreglulegur nemandi í öllum greinum. Umsóknir um slíkt ásamt tilheyrandi lćknisvottorđum og röksemdum verđa ađ berast til rektors.

Óreglulegur nemandi getur ekki sótt um matseinkunn á vorönn. Óreglulegur nemandi hefur rétt til ađ sćkja tíma en hefur ekki skólasóknarskyldu og fćr ekki skólasóknareinkunn. Óreglulegur nemandi fćr námseinkunn í stúdentsgreinum og vinnueinkunn í framhaldsgreinum. Verkefni nemenda án skólasóknarskyldu eru tilgreind á námsáćtlunum í hverri grein.

Ţrepahlauparar

Nemanda, sem stađist hefur millibekkjapróf, er heimilt ađ lesa tvo bekki saman. Nemanda, sem falliđ hefur á ađaleinkunn á millibekkjaprófi, er óheimilt ađ lesa tvo bekki saman. Nemanda, sem stađist hefur kröfur um ađaleinkunn á millibekkjaprófi en falliđ á endurtökuprófi í einni grein, er heimilt ađ sćkja til skólaráđs um leyfi til ađ lesa tvo bekki saman. Skólaráđi ber ađ meta hverja umsókn fyrir sig og afgreiđa hvert erindi međ tilliti til heildarstöđu nemandans í námi. Umsókn um ţrepahlaup ţarf ađ berast í upphafi skólaárs.

Sá sem les tvo bekki saman er skráđur til reglulegs náms í neđri bekkinn af ţeim tveimur sem um rćđir en telst óreglulegur í efri bekknum, sbr. reglur um óreglulega nemendur hér ađ framan. Nemanda, sem er ađ taka bekk upp aftur, er heimilt ađ láta einkunnir í stúdentsprófsgreinum standa ef ţćr uppfylla lágmarkskröfur, ţ.e. bćđi í stúdentsprófseinkunn og lokaeinkunn í námsgrein.

Nám í neđri bekk hjá ţrepahlaupara hefur forgang. Ef ţrepahlaupari mćtir illa eđa ađaleinkunn hans á haustannarprófi er lćgri en 5,0 missir hann rétt sinn til ađ lesa námsefni tveggja skólaára saman. Nám sem nemandi lýkur í efri bekknum öđlast ekki formlegt gildi fyrr en hann hefur stađist neđri bekkinn ađ fullu. Ţrepahlaupari fćr ekki skólasóknareinkunn í efri bekknum.

Ţrepahlaupari fćr námseinkunn í stúdentsgreinum og vinnueinkunn í framhaldsgreinum. Verkefni nemenda án skólasóknarskyldu eru tilgreind á námsáćtlunum í hverri grein.

Nemendur međ frávik í námi

Nemandi, sem er metinn inn í skólann úr öđrum framhaldsskóla eđa skiptir um námsbraut, getur ţurft ađ taka grein eđa greinar sem bekkjarfélagar hans hafa ţegar lokiđ. Í slíkum tilvikum stundar hann nám í greininni eđa greinunum án skólasóknarskyldu ef ţađ er nauđsynlegt vegna árekstra í töflu. Nemandi fćr ekki skólasóknareinkunn í ţessari grein/ ţessum greinum.

Ađaleinkunn slíkra nemenda ađ vori skal gera upp á grundvelli ţeirra námsgreina sem tilheyra bekknum sem nemandinn er skráđur í. Um fráviksgreinarnar gilda almennar reglur um lágmark í grein, framhalds- eđa lokagrein eftir ţví sem viđ á.

Nemandi međ frávik í námi fćr námseinkunn í stúdentsgreinum og vinnueinkunn í framhaldsgreinum. Verkefni nemenda án skólasóknarskyldu eru tilgreind á námsáćtlunum í hverri grein.

 


Menntaskólinn viđ Sund | Gnođarvogi 43, 104 R.vík | Sími skrifstofu: 5807300 | msund hjá msund.is
Ábyrgđarmađur: Már Vilhjálmsson | Ţessi síđa var síđast uppfćrđ 15.02.2011