Umhverfisstefna
Menntaskólinn við Sund hefur sett sér það markmið að starfsemi skólans taki mið af sjónarmiðum umhverfisverndar og sjálfbærrar þróunar.
- Lögð er rík áhersla á að fylgt sé lögum og reglugerðum varðandi umhverfismál sem eiga við starfsemi Menntaskólans við Sund.
- Áhersla er lögð á að efla þekkingu og vitund fólks um umhverfismál.
- Umhverfisáætlun er unnin í samstarfi við starfsfólk og nemendur skólans.
- Nemendur á umhverfiskjörsviði skulu vera virkir þátttakendur í gerð umhverfisáætlunar.
|