Forsíða > Skólinn > Stefna skólans > Prentvænt

Forvarnarstefna

Markmiðið með forvarnarstefnu MS er að auka vellíðan nemenda, styrkja sjálfstraust, ýta undir jákvæða lífssýn og heilbrigða lífshætti og efla félagsþroska og sjálfsvirðingu.

  • Við skólann skal starfa sérstakur forvarnarfulltrúi sem skipuleggur forvarnarstarf.
  • Forvarnarfulltrúi skipuleggur fræðslustarf í samvinnu við stjórn, starfsmenn, nemendur og forráðamenn þeirra.
  • Félagslíf nemenda og viðburðir á vegum skólans skulu einkennast af heilbrigðum lífsháttum og miða að því að efla félagsþroska nemenda.
  • Einelti er ofbeldi sem verður ekki liðið.
  • Nemendur og starfsmenn skólans mega ekki vera undir áhrifum áfengis eða annarra vímuefna í skólanum eða á lóð hans. Sama gildir um skemmtanir og ferðalög nemenda á vegum skólans.
  • Notkun tóbaks er bönnuð í skólanum og á lóð hans.
  • Hvers kyns áróður sem hvetur til neyslu áfengis og vímuefna er bannaður í húsnæði eða samkomum skólans.
  • Áhersla er lögð á upplýsingasteymi um heilbrigða lífshætti.
  • Forvarnaráætlun er unnin í samstarfi við starfsfólk og nemendur skólans.

 


Menntaskólinn við Sund | Gnoðarvogi 43, 104 R.vík | Sími skrifstofu: 5807300 | msund hjá msund.is
Ábyrgðarmaður: Már Vilhjálmsson | Þessi síða var síðast uppfærð 01.08.2012