Félagsfræði 1. bekk (f)

Félagsfræði 2.F (f)

Félagsfræði i 3.F (f)

Félagsfræði í 4.F (f)

Félagsfræði í 4.G Hagfræðibekkur

Stjórnmálafræði í 3.F (f)

Forsíða > Námið > Námsgreinar > Prentvænt

Félagsfræði

Meginmarkmið félagsfræðináms er að nemendur

-    öðlist félagsfræðilegt innsæi og geti beitt því til að skoða samfélagsleg málefni

-    þekki grunnþætti íslenskrar samfélagsgerðar í nútímanum

-    geri sér grein fyrir mótunaröflum einstaklinga og hópa

-    geti beitt öguðum vinnubrögðum, sýnt gagnrýna hugsun og hæfni bæði til sjálfstæðis og samstarfs

-    sýni getu til að meta samfélagsleg álitamál og taki rökstudda afstöðu til þeirra

 

Á félagsfræðikjörsviði félagsfræðabrautar eru að auki sett þau markmið að nemendur

-    hafi öðlast þekkingu og skilning á félagsfræðikenningum og geti beitt þeim á félagsfræðileg viðfangsefni

-    geti framkvæmt einfalda félagsfræðirannsókn og skrifað skýrslu eða ritgerð um hana

-    geti aflað sér gagna á fjölbreyttan hátt, tekið afstöðu byggða á rökum og tjáð sig munnlega um samfélagsleg málefni

-    hafi öðlast umburðarlyndi gagnvart öðrum og skilning á margbreytileika menningar


Menntaskólinn við Sund | Gnoðarvogi 43, 104 R.vík | Sími skrifstofu: 5807300 | msund hjá msund.is
Ábyrgðarmaður: Már Vilhjálmsson | Þessi síða var síðast uppfærð 13.04.2004