Forsíða > Þjónusta > Tölvu- og tækjaaðstoð > Prentvænt

Hvert á að leita?

Ef nemendur eru í vandræðum með aðgengi að tölvukerfi skólans ber þeim að snúa sér beint til tölvuumsjónarmanns, Hafsteins Óskarssonar. Nemendur geta einnig snúið sér til skrifstofu skólans og lagt þar fram beiðni um aðstoð. Tölvuumsjónarmaður mun sinna þeim málum eins fljótt og unnt er.

Nemendur sem eiga í vandræðum með að tengjast upplýsingakerfi framhaldsskólanna, Innu, geta snúið sér til skrifstofu skólans eða konrektors til að fá úrlausn sinna mála.

Nemendur sem eru í vandræðum með aðgengi að innra kerfi skólans, Námsnetið eru beðnir um að ræða þau vandamál fyrst við sína kennara en stærri vandamál mun verkefnisstjóri um innra kerfið, Jóhann G Thorarensen, taka að sér að leysa.


Menntaskólinn við Sund | Gnoðarvogi 43, 104 R.vík | Sími skrifstofu: 5807300 | msund hjá msund.is
Ábyrgðarmaður: Már Vilhjálmsson | Þessi síða var síðast uppfærð 14.10.2016