Félagsfræðabraut
Félagsfræðabraut er ein tveggja brauta, sem nemendum gefst kostur á að velja, þegar þeir hefja nám við Menntaskólann við Sund. Á fyrsta námsári felst munurinn einkum í því að nemendur á félagsfræðabraut læra landafræði og taka lokapróf í jarðfræði og líffræði.
Á félagsfræðabraut eru 2 kjörsvið, félagsfræðikjörsvið og hagfræðikjörsvið sem nemendur velja á milli að loknu fyrsta námsári. Þá taka strax við ólík viðfangsefni. Á hagfræðikjörsviði er mun meiri stærðfræði og hagfræðigreinar, en á félagsfræðikjörsviði er áherslan á aðrar samfélagsgreinar eins og t.d. félagsfræði.
Á öðru og þriðja námsári hafa kjörsviðin aðalgreinar. Aðalgreinar félagsfræðikjörsviðs eru félagsfræði og saga, en aðalgreinar hagfræðikjörsviðs eru hagfræði og stærðfræði. Þetta merkir það að nemendur verða að standast millibekkjarprófí í aðalgreinum á sínu kjörsviði.
Sjá einnig glærur með kynningu á kjörsviðum félagsfræðabrautar hér að neðan:
KjorsvidfelagsfrbrautII Acrobat skjal, 216 kB Sækja...
|