Forsíða > Námið > Námsbrautir eldri námskrá > Félagsfræðabraut > Prentvænt

Félagsfræðikjörsvið

Einkennisgreinar félagsfræðikjörsviðs eru félagsfræði og saga og í 4. bekk vinna nemendur stórt kjörsviðsverkefni í annarri hvorri greininni. Einnig er kynning á þjóðhagfræði og fjölmiðlafræði og viðbótarnám við kjarna er í stærðfræði þ.e. tölfræði og ensku en þær eru mikilvægar hjálpargreinar í félagsvísindum. 

Bæði í félagsfræði og sögu er lögð sérstök áhersla á að kenna nemendum öguð vinnubrögð og að þeir öðlist hæfni bæði til sjálfstæðis og samstarfs. Nemendum er kennt að meta heimildir og greina og meta ólík sjónarhorn á söguleg og samtíma málefni.

Í félagsfræði er lögð áhersla á að nemendur öðlist félagsfræðilegt innsæi og þekkingu og skilning á félagsfræðilegum hugtökum og kenningum og geti beitt þeim við túlkun og greiningu á samfélaginu bæði almennt og á tiltekin viðfangsefni. Í 1. bekk er fjallað almennt um íslenskt nútímasamfélag en í efri bekkjunum eru ákveðin afmörkuð efni tekin fyrir t.d. félagsleg lagskipting, stjórnmálafræði og frávik og afbrot. Ítarlega er fjallað um helstu rannsóknaraðferðir félagsvísindanna. Í 4. bekk velja nemendur á milli þemaáfanga í félagsfræði og félagssálfræði annars vegar og alþjóðastjórnmálum og þróunarlöndum hins vegar.

Í sögu er lögð áhersla á að flétta saman mannkynssögu og Íslandssögu með það að markmiði að nemendur öðlist þekkingu og tilfinningu fyrir ólíkum skeiðum sögunnar og sjái sögu Íslands í samhengi við sögu umheimsins. Viðfangsefnið er saga mannkyns frá upphafi vega fram á líðandi stund og saga Íslands frá landnámi til sama tíma. Sérstök áhersla er lögð á menningarsögu í 3. bekk og sögu 20. aldar í 4. bekk. Í 4. bekk velja nemendur einnig á milli félagssögu og samtímasögu.

Nám á félagsfræðikjörsviði veitir góða almenna alhliða menntun og góðan undirbúning undir nám á háskólastigi í sögu, lögfræði, kennarafræðum, þroskaþjálfun og í ýmsum félagsgreinum svo sem félagsfræði, stjórnmálafræði, fjölmiðlafræði, mannfræði og félagsráðgjöf.

Félagsfræðabraut, félagsfræðikjörsvið

 

 

námsár

 

Námsgreinar

1. b.

2. b.

3. b.

4. b.

ein.

1.

Íslenska (15)

4

3

4

4

15

2.

Erlend mál (33)

 

 

 

 

 

 

Danska

3

3

 

 

6

 

Enska

4

4

4

3

15

 

Þriðja mál (FRA/ÞÝS)

 

4

4

4

12

3.

Samfélagsgreinar (48)

 

 

 

 

 

 

Lífsleikni

3

 

 

 

3

 

Félagsfræði

3

3

9

6

21

 

Fjölmiðlafræði

 

3

 

 

3

 

Þjóðhagfræði

 

 

3

 

3

 

Saga

 

4

5

6

15

 

Landafræði

3

 

 

 

3

4.

Náttúrufræðagreinar (9)

 

 

 

 

 

 

Náttúruvísindi/ Líffræði

3

 

 

 

3

 

Náttúruvísindi/ Jarðfræði

3

 

 

 

3

 

Náttúruvísindi/ Eðlis- og efnafræði

 

3

 

 

3

5.

Stærðfræði (12)

6

6

 

 

12

6.

Íþróttir (8)

2

2

2

2

8

7.

Kjörsviðsverkefni (3)

 

 

 

3

3

8.

Valgreinar (2 á ári) (12)

 

 

6

6

12

 

Samtals einingar:

34

35

37

34

140

 

 

 

 

 

 

 

 

*Kjörsviðsverkefni eru á sviði félagsfræði eða sögu.

 

 


Menntaskólinn við Sund | Gnoðarvogi 43, 104 R.vík | Sími skrifstofu: 5807300 | msund hjá msund.is
Ábyrgðarmaður: Már Vilhjálmsson | Þessi síða var síðast uppfærð 21.01.2005