Námsbrautir eldri námskrá
Menntaskólinn við Sund er almennur bóknámsskóli. Það táknar að áhersla er lögð á að kenna nemendum margvíslegar bóklegar greinar til stúdentsprófs. Meginreglurnar um námið eru í Aðalnámskrá framhaldsskóla 2011. Í skólanum eru þrjár brautir, málabraut, félagsfræðabraut og náttúrufræðibraut, en nemar hafa ekki verið innritaðir á málabraut síðastliðin ár þar sem ekki hafa verið rekstrarlegar forsendur fyrir því að halda úti brautinni. Þessu til viðbótar eru ákvæði um kjörsviðsgreinar og valgreinar samkvæmt sérstöku námsframboði í hverjum skóla fyrir sig.
Í Menntaskólanum við Sund er búið að skilgreina kjörsviðin á hverri námsbraut og bindur það kjörsviðsval nemenda. Það ræðst af fjölda nemenda sem velja kjörsvið á hverjum tíma hvort unnt er að hafa það í boði.
Hér til hliðar er yfirlit námsbrauta og kjörsviða sem í boði eru í Menntaskólanum við Sund.
|