Forsíða > Prentvænt

Lestrarnámskeið

4. febrúar 2016

Hvenær:

Boðið verður upp á stuðning í lestri klukkustund á viku frá 18. janúar til 19. mars á vorönn 2016, alls 8 skipti. Hámarksfjöldi í hópi eru 28 nemendur.

Nemendur geta valið á milli eftirfarandi tíma:

Mánudagar klukkan 15:35-16:35.

Fimmtudagar klukkan 16:40-17:40. 

Fyrir hverja:

Lestrarnámskeiðið er fyrir nemendur í fyrsta bekk. Forgang hafa nemendur sem þurfa mestan stuðning við lestur miðað við lesskimunarpróf sem lagt var fyrir á haustönn.

Verð og skráning:

Verð fyrir námskeiðið er kr. 5.000.

Skráning á námskeiðið fer fram á skrifstofu skólans dagana 13.-15. janúar og ber að greiða námskeiðsgjald við skráningu. Foreldrar geta skráð barn sitt í tölvupósti msund@msund.is en skráning tekur gildi þegar námskeiðsgjald hefur verið greitt.

Markmið:

Markmiðið með lestrarnámskeiðinu er að nemendur þjálfist í lestri. Í hverjum tíma munu nemendur lesa stutta og langa texta þar sem lögð er áhersla á að auka lestrarhraða og lesskilning samhliða. Auk þess verða nemendur hvattir til að lesa heima á hverjum degi.

Námsefni:

Fjölnir Ásbjörnsson og Guðni Kolbeins. 1999. Lestu betur. Reykjavík. Iðnú.

Nemendur fá afhenta vinnubókina Lestu betur í fyrsta tímanum, verð innifalið í námskeiðsgjaldi. Skólinn lánar lestrarbókina Lestu betur í kennslustundum.

Stutt skáldsaga sem kynnt verður síðar.

Eldri fréttir


Menntaskólinn við Sund | Gnoðarvogi 43, 104 R.vík | Sími skrifstofu: 5807300 | msund hjá msund.is
Ábyrgðarmaður: Már Vilhjálmsson | Þessi síða var síðast uppfærð 21.03.2004